Rafmagnsleysi
Ég upplifði það sterkt í gærkvöldi hversu háður maður er orðinn rafmagni og öllum þeim tækjum sem fyrir því ganga. Ég var að horfa á mynd rétt upp úr kl. 11 í gærkvöldi þegar skyndilega allt varð svart. Fyrst hélt ég að það hefði slegið út, en þegar ég leit út um gluggann þá sá að að blokkin við hliðina var líka án rafmagns ásamt restinni af hverfinu.
Það var svoldið svekkjandi að horfa út um stofugluggann og sjá restina af höfuðborgarsvæðinu lýsa eins og aldrei fyrr. Þarna var ég, í svarta myrkri og það eina sem ég hafði til að lýsa mér var gsm síminn minn og hann notaði ég til að finna vasaljósið góða sem ég keypti í OZ og reyndist vera algjör livesaver í þessu tilfelli. Þegar þeirri leit var lokið settist ég niður og hugsaði út í það hvað maður ætti að gera af sér. Þá komst ég að þeirri leiðindaniðurstöðu að meirihluti þess sem ég vildi gera krafðist rafmagns.
Það fyndna er svo að þegar rafmagnið kom á aftur þá var ég eiginlega búinn að sætta mig við nótt í myrkri, minnti mann stundum á það þegar maður var lítill og það var rafmagnslaust í sveitinni, þá tókst manni yfirleitt að finna eitthvað sér til dundurs sem krafðist ekki rafmagns.
Segi þetta gott í bili.
Það var svoldið svekkjandi að horfa út um stofugluggann og sjá restina af höfuðborgarsvæðinu lýsa eins og aldrei fyrr. Þarna var ég, í svarta myrkri og það eina sem ég hafði til að lýsa mér var gsm síminn minn og hann notaði ég til að finna vasaljósið góða sem ég keypti í OZ og reyndist vera algjör livesaver í þessu tilfelli. Þegar þeirri leit var lokið settist ég niður og hugsaði út í það hvað maður ætti að gera af sér. Þá komst ég að þeirri leiðindaniðurstöðu að meirihluti þess sem ég vildi gera krafðist rafmagns.
Það fyndna er svo að þegar rafmagnið kom á aftur þá var ég eiginlega búinn að sætta mig við nótt í myrkri, minnti mann stundum á það þegar maður var lítill og það var rafmagnslaust í sveitinni, þá tókst manni yfirleitt að finna eitthvað sér til dundurs sem krafðist ekki rafmagns.
Segi þetta gott í bili.
<< Heim