20 nóvember, 2007

London baby...


Jæja, nú held ég að það sé kominn tími til að láta frá sér nokkur orð á þessari síðu, það sem ber tvímælalaust hæst frá því ég tjáði mig hér síðast er ferð mín til London um þar síðustu helgi. Þar fór ég ásamt mömmu og Sigurgeir bróður að heimsækja Dean frænda og konuna hans áður en þau flytja til USA. Þar var ýmislegt brallað, meðal annars farið upp í London Eye sem var alveg hreint mögnuð upplifun og svo var siglt á Thames ánni og fengum við flugeldasýningu í kaupbæti á meðan því stóð.
Eins og gerist oft þegar farið er til útlanda þá kaupir maður sér ýmsa hluti. Þegar ég var á flugvellinum skellti ég mér á flotta útgáfu af Die Hard with a Vengeance fyrir lítinn pening. Þegar ég ætlaði svo að fara að horfa á hana í gærkvöldi þá rak ég augun í það að nafnið á disknum var DIEHARD3_CENSORED. Þegar ég sá þetta vaknaði hjá mér illur grunur sem var staðfestur þegar ég hóf áhorf. Þarna hafði ég svo sannarlega keypt köttinn í sekknum því þetta var víst ritskoðuð útgáfa af Die Hard þar sem búið var að klippa út mikið af f-orðinu ógurlega, jafnvel dubbað yfir það, og búið að klippa út mesta blóðbaðið. Þetta er svona næstum eins og jól án hangikjöts, ég meina, hvað er Die Hard án þessara hluta.
Gott í bili
Farinn...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page