02 október, 2007

Myndir

Þá kom loksins að því, ég tók mig til í vikunni og setti inn það sem upp á vantaði af myndunum mínum frá Ástralíu. Þetta voru tæplega 1300 myndir í upphafi en eftir að hafa hent út misheppnuðum myndum og þeim sem teknar voru svona sirka 12 sinnum þá standa eftir hátt í 500 myndir sem ég setti á netið, slóðin er www.picturetrail.com/gestur og myndinar eru neðst á síðunni. Hér eru nokkur sýnishorn:

Eins og ég sagði þá eru þetta bara sýnishorn, miklu meira inni á myndasíðunni.
Segi þetta gott í bili, vona að þið njótið myndanna.

P.s. Er aðeins að prófa þennan myndbandafídus sem var að koma inn á þessa síðu. Því eru hér nokkur myndbönd frá OZ.

Einhver flottasta strönd sem ég hef séð, og það var ekki sála á ferli þarna nema við.

Þetta var alveg ótrúlegt stuð, verst að sandurinn smaug inn um allt.

Þessi hákarl sem synti yfir mig þarna var frekar ógnvekjandi.

Upplifun ferðarinnar, sitja í kringum varðeld, grilla sykurpúða, hlusta á didgeridoo og sofna svo á jörðinni í kringum eldinn. Það sést ekki mikið en þið heyrið alveg hvað er í gangi.

Kings Canyon, rosalegur staður, mögnuð upplifun.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006


Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page