19 mars, 2007

Flickr og ferðalög

Fannst vera kominn tími til þess að rita nokkur orð á þessa síðu enda undir mikilli pressu frá vissum aðilum um að gera slíkt. Ég hef verið að dunda við að setja myndir inn á Flickr síðuna mína undanfarið og hef um leið verið að æfa mig svoldið í Photoshop. Er kominn með allrosalega stórt myndasafn inn á tölvuna mína og fannst vera kominn tími á að deila því svoldið meira með umheiminum. Stofnaði þessa síðu síðasta sumar en það er búin að vera frekar lítil virkni þar síðan þá, slóðin er neðst í tenglalistanum vinstra meginn á síðunni. Hérna eru nokkur sýnishorn af því sem ég hef sett þarna inn:



Annars er það helst að frétta að það er að komast mynd á sumarið hjá manni. Er að hugsa um að bóka flug til Ástralíu núna í vikunni, ætlunin er að fara upp úr miðjum júlí og koma til baka um miðjan ágúst og jafnvel taka nokkra daga í London á bakaleiðinni, kemur betur í ljós seinna. Eins og staðan er núna þá hefur Singapore Airlines vinningin hvað varðar verð, held það verði lendingin að fljúga með þeim. Það er ekki laust við að maður sé farinn að verða svoldið spenntur fyrir þessu ferðalagi enda er mig búið að dreyma um Ástralíuferðalag frá því ég var eitthvað um 8 ára gamall, þannig að næstu mánuðir eiga eftir að fara í mikla og erfiða bið. Hvað annað ég geri í sumar hef ég ekki hugmynd um þar sem þetta ferðalag yfirskyggir allt annað sem er á planinu hjá manni næstu mánuðina.
Eitt en, Jói lét mig hafa alveg frábæra þætti um daginn sem kallast Venture Brothers, einhverjir bestu teiknimyndaþættir sem ég hef séð í langan tíma. Mæli hiklaust með þessum þáttum fyrir þá sem hafa góðan húmor, held þeir séu reyndar ófáanlegir utan Bandaríkjanna en þá er það alltaf internetið til að ná í þá.


Segi þetta gott í bili
yfir og út

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page