Jólin jólin alls staðar
Ég veit að umræðuefni mitt í þetta skiptið er ekkert nýtt en það fer samt alltaf jafn mikið í taugarnar á mér, það er blessað jólaskrautið sem komið er út um allan bæ þessa dagana þegar aðventan er enþá þónokkrar vikur í burtu. Verð að segja að það er alveg ömurlegt hvað búið er að markaðsvæða jólin. Fyrir mér er þetta tími sem maður eyðir í rólegheitum með fjölskyldunni, slappar af og borðar góðan mat, ekki eitthvað sem maður þarf að eyða fjórðungi ársins í að stressa sig yfir. Finnst nóg að nota desember í það. Ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta núna er tvíþætt. Annars vegar fór ég í kringluna í dag og er allt orðið þakið í jólaskrauti þar og þegar maður er þar inni gæti maður allt eins haldið að aðfangadagur væri í næstu viku. Svo sá ég annsi góða síðu þar sem þetta var gert að umtalsefni og þar er svartur listi yfir verslanir og fyrirtæki sem eru með jólaauglýsingar fullsnemma, jafnvel í október. Hér fyrir neðan er svo tilvísun í síðuna:
Annars er allt við þetta sama hjá manni, vinna og skóli til skiptis þó maður mætti vera duglegri við skólann. Var fengin í yfirvinnu í gærkvöldi við það að setja inn ýmsa leikjatitla inn á Elko síðuna. Sat við það til klukkan 11 í gærkvöldi inni á skrifstofu í elko í smáranum. Svo eru það jólin aftur, komin niðurstaða í það hvernig þau verða, flýg norður að morgni aðfangadags og flýg svo aftur suður að morgni 4. janúar. Það tókst að fá frí á milli jóla og nýárs, alltaf kostur þegar yfirmaðurinn er fínn.
Segi þetta gott í bili,
meira síðar
Annars er allt við þetta sama hjá manni, vinna og skóli til skiptis þó maður mætti vera duglegri við skólann. Var fengin í yfirvinnu í gærkvöldi við það að setja inn ýmsa leikjatitla inn á Elko síðuna. Sat við það til klukkan 11 í gærkvöldi inni á skrifstofu í elko í smáranum. Svo eru það jólin aftur, komin niðurstaða í það hvernig þau verða, flýg norður að morgni aðfangadags og flýg svo aftur suður að morgni 4. janúar. Það tókst að fá frí á milli jóla og nýárs, alltaf kostur þegar yfirmaðurinn er fínn.
Segi þetta gott í bili,
meira síðar
<< Heim