23 október, 2006

Norðurlandið fagra

Jæja, þetta er búin að vera skrautleg helgi hjá manni. Sat og var að gera voðalega lítið á föstudaginn og ákvað að hringja í mömmu sem kom með þá hugmynd að ég skellti mér bara norður yfir helgina. Planið var að fara með rútu á laugardagsmorgun en það var bara engin rúta þannig að það var hoppað með næstu vél. Var svo bara í rólegheitum í Skagafirði þangað til í morgun, meðal annars var borðuð dýrindis nautasteik á sunnudagskvöld og var það hálfgerð afmælisveisla hjá manni. Skellti mér svo heim í sveit í dag og það var töluvert af snjó þar. Og þvílík snjókoma sem var þegar ég fór aftur til Akureyrar í flugið suður. Var bílstjóri á leiðinni og verð ég að segja að það er afskaplega þreytandi til lengdar að horfa á þúsundir snjókorna koma í áttina að manni á meðan maður reynir að sjá veginn framundan. Svo er það bara afmælið mitt á morgun, verð að vinna eins og venjulega á þriðjudögum, engin plön annaðkvöld, sjáum til hvað gerist.
Segi þetta gott í bili.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page