31 maí, 2006

Sumar sumar allstaðar

Ég verð að segja að það lítur allt út fyrir það að þetta kuldakast sé búið að þessu en sinni en maður spyr að leikslokum. Allavega er snjórinn víst farinn að bráðna fyrir norðan. Annars er það helst að frétta að maður er alltaf á fullu í vinnunni þessa daganna og alltaf er einhvernveginn nóg að gera, tölvuleikir og dvd myndir seljast ósköp svipað þó það sé komið sumar. Þó eru psp og gameboy leikir farnir að seljast mun meira heldur en þeir gerðu í vetur og maður getur þá rétt giskað á hver verður besti vinur barnanna í mörgum utanlands og innanlandsferðum íslenskra fjölskyldna í sumar. Annars verð ég að segja að ég er hæstánægður með starfsandann á þessum vinnustað, það er enginn með nein leiðindi og yfirmennirnir mjög fínir.

En að öðru, það eru ekki komnar neinar einkunnir enþá en þær fara að detta inn á næstunni. Svo var það ætlunin hjá okkur Jóa að ganga á Keili á laugardaginn næsta og svo jafnvel Esjuna á sunnudaginn ef við lifum laugardaginn af en það kemur allt saman í ljós, auk þess mun ég reyna að munda myndavélina eitthvað í þessum fjallgöngum okkar og verður þeim gerð góð skil inni á myndasíðunni minni. Svo getur maður notað mánudaginn í afslöppun þar sem það er löng helgi, þökk sé hvítasunnunni. Svo er það víst ætlunin að skreppa norður í kringum 17. júní þar sem planið er að 4. F hittist, ekkert fastákveðið þar en þetta er allt í pípunum. Svo er það útskriftarveisla þann 17. hjá henni Sirrý, já hún er að fara að útskrifast þessi elska en mér finnst það vera eins og í gær þegar minn árgangur var að busa hennar árgang, jahérna það sem tíminn líður.

Kosningar komu og fóru, no comment um það, fór bara eins og það fór.

Tschuss

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page