03 apríl, 2006

Í fréttum er þetta helst...

Eins og flestir hafa kannski tekið eftir þá var 1. apríl um helgina og þá voru einmitt liðin 2 ár síðan maður byrjaði á þessu blogg stússi, það sem tíminn líður. Og sumir héldu að það vera aprílgabb þegar ég var að byrja á þessu... hóst... María... hóst...
Annars er ósköp lítið um að vera hjá manni þessa dagana, skólinn og vinnann sjá til þess að ég á mér lítinn sem engann frítíma og þannig mun það vera fram til sirka 15. maí næstkomandi. Svo var það ætlunin að skjótast norður yfir páskahelgina en það verður ekki hægt að kalla það páskafrí þar sem mest allur tíminn fer væntanlega í að læra.
Komst að því þegar ég kom úr vinnunni áðan að Breiðholtið er langt í burtu frá öllu, í dag fór að snjóa á fullu en þegar vinnudeginum lauk þá var ekkert af því eftir niður í Skeifunni. Svo þegar ég kom upp í Breiðholt þá var allt hvítt og gangstéttarnar flughálar. Já, Breiðholtið er langt í burtu og svo sannarlega ekki lítið og lágt eins og Seltjarnarnesið.
Jæja, fleira var það ekki í bili, Tschuss.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page