Vinna, vinna, vinna
Um daginn fór ég í viðtal hjá Hátækni en það fór svo að ég fékk ekki starf þar. Síðan hef ég verið að leita mér að störfum hér og þar og sótti meðal annars um í Elko. Fékk svo símtal frá þeim í gær og fór svo að hitta verslunarstjórann í Skeifunni fyrr í dag. Útkoman úr því er sú að ég er núna komin með vinnu í Elko í Skeifunni, til reynslu allavega, og vinn mánudaga til miðvikudaga eftir hádegi og aðra hverja helgi. Svo er alveg góðar líkur á því að ég verði þar í sumar. Ég verð í því að taka á móti, verðmerkja og raða í hillur Dvd myndum og tölvuleikjum og verð að sjá um þá deild þarna niður frá. Á að mæta klukkan 10 í fyrramálið og það verður spennandi að sjá hvernig það gengur, að vakna snemma um helgar er ekki mín sterkasta hlið.
Fleira var það ekki í bili
Tschuss
P.s. Hvernig er það, þorir enginn að taka þátt í þessu sem var í síðustu færslu?
Fleira var það ekki í bili
Tschuss
P.s. Hvernig er það, þorir enginn að taka þátt í þessu sem var í síðustu færslu?
<< Heim