28 desember, 2005

Jólahvað...?

Jæja, þá eru jólin komin og farin, allavega þessir þrír aðaldagar og maður er aldeilis búinn að troða sig út, alla vega eins og maður hefur haft lyst til því minn ákvað það bara að verða veikur þessi jólin. Frekar ömurlegt, var eitthvað skrítinn á þorláksmessu en á aðfangadagskvöld var ég svo slappur að ég skreið upp í rúm rúmlega 11. Svo hefur maður eytt dögunum upp í rúmi að glápa á dvd í tölvunni undir þessari frábæru sæng sem ég spreðaði 5000 kall í fyrir jólin, reyndar var sú kenning sett fram að ég væri ekkert veikur heldur þætti mér þessi sæng bara svo góð að ég vildi ekki skilja við hana. En held að það sé nokkuð öruggt að ég sé veikur, nema að þessar 38,1 gráður sem ég mældist með í gærkvöldi séu eðlilegur líkamshiti. Maður er nú samt allur að koma til núna, ætla alla vega rétt að vona það, nenni líka ekki að eyða áramótunum uppí rúmi. Nóg að eyða jólunum þar.

Held ég segi þetta gott í bili, þarf að fara að skríða upp í rúm til þess að sofa restina af þessari pest úr mér.

Tschuss.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page