Góðar fréttir og ferðalag
Mætti í tíma áðan og fékk þær bestu fréttir sem ég hef fengið í langan, langan tíma sem urðu til þess að ég, stressaðri en andskotinn, gat slakað örlítið á. Það var semsagt þannig að ég er að skrifa ritgerð og eins og staðan er akkúrat núna þá er ég búinn með svona 500 orð af 3000 og hélt ég að síðasti skilafrestur væri í dag, allavega stóð það á námsáætluninni, þannig að ég sá fram á andvökunótt. Allavega, þá fékk ég að vita það í tímanum að skilafresturinn væri á föstudaginn en það varð einhver ruglingur hjá kennaranum með þetta. Þannig að nú hef ég næstum því 3 daga í viðbót til að klára ritgerðina.
Annars er það helst í fréttum að ég tók mig til og skrapp norður um helgina, fór þó ekki lengra en á Krókinn en mamma og Stefán höfðu verið í bænum í síðustu viku og voru að búa sig til brottfarar á föstudaginn þegar mamma stakk upp á því að ég kæmi bara með þar sem þau væru aftur á leiðinni suður á sunnudeginum. Þetta kom sér líka vel fyrir þau þar sem ég var fenginn til þess að setja upp nýju tölvuna sem þau voru að kaupa, fór með þeim í tölvulistann í síðustu viku og var þar sett saman tölva. Veitti ekkert af fyrir þau að fá nýja tölvu þar sem sú gamla var árgerð 1998 með fyrstu útgáfu af windows 98, hafði aldrei verið formötuð og réði varla við nokkur af þeim vírusvarnarforritum sem eru í gangi í dag og því var ekkert sérstaklega sniðugt að hafa hana á þessu háhraðaneti sem þau eru með þarna.
Jæja, ætla að reyna að koma þessari ritgerð frá mér,
Tschuss
P.s. Í Mac Os X Tiger er svoldið sem heitir widgets, þar er hægt að setja alls konar misgáfuleg forrit. Var að skoða þetta um helgina og fann eitt sem heitir "Family guy random quote generator" sem hægt er að hafa mjög gaman af ef manni leiðist. Datt í hug að skella einum hérna inn og það er möguleiki á að ég setji meira inn í framtíðinni.
Family guy tilvitnun dagsins:
Brian: There's a woodpecker on your head.
Keanu Reeves: Yeah, he comes and goes.
Annars er það helst í fréttum að ég tók mig til og skrapp norður um helgina, fór þó ekki lengra en á Krókinn en mamma og Stefán höfðu verið í bænum í síðustu viku og voru að búa sig til brottfarar á föstudaginn þegar mamma stakk upp á því að ég kæmi bara með þar sem þau væru aftur á leiðinni suður á sunnudeginum. Þetta kom sér líka vel fyrir þau þar sem ég var fenginn til þess að setja upp nýju tölvuna sem þau voru að kaupa, fór með þeim í tölvulistann í síðustu viku og var þar sett saman tölva. Veitti ekkert af fyrir þau að fá nýja tölvu þar sem sú gamla var árgerð 1998 með fyrstu útgáfu af windows 98, hafði aldrei verið formötuð og réði varla við nokkur af þeim vírusvarnarforritum sem eru í gangi í dag og því var ekkert sérstaklega sniðugt að hafa hana á þessu háhraðaneti sem þau eru með þarna.
Jæja, ætla að reyna að koma þessari ritgerð frá mér,
Tschuss
P.s. Í Mac Os X Tiger er svoldið sem heitir widgets, þar er hægt að setja alls konar misgáfuleg forrit. Var að skoða þetta um helgina og fann eitt sem heitir "Family guy random quote generator" sem hægt er að hafa mjög gaman af ef manni leiðist. Datt í hug að skella einum hérna inn og það er möguleiki á að ég setji meira inn í framtíðinni.
Family guy tilvitnun dagsins:
Brian: There's a woodpecker on your head.
Keanu Reeves: Yeah, he comes and goes.
<< Heim