01 nóvember, 2005

ADSL epilouge

Já, adsl-ið er búið að nýtast manni vel þessa fyrstu viku, engin teljandi vandræði með það og ég ætla rétt að vona að það verði ekki fleiri ferðir í Símann í langan, langan, LANGAN tíma. Alveg búinn að fá nóg af þeirri búllu í bili. En nýjabrumið er svona smátt og smátt að fara af adsl-inu, það er farið að vera ósköp venjulegur hlutur að sitja í stofusófanum og vera á netinu án þess að einhverjir kaplar séu að þvælast fyrir. En ég verð að segja að eftir allt þetta vesen sem var við að koma þessu á koppinn þá var ánægjan við að fá þetta loksins mun meiri. Enda er líka mun betra að vera að sækja gögn á hraðanum 100-150 kb á sekúndu heldur en 5-10 kb á sekúndu eins og maður var með áður auk þess sem maður er tengdur 24/7. Það er þó alls ekki þannig að ég hangi á netinu allan sólarhringinn, fjarri því.

Afrekaði það að ná mér í hálsbólgu, er hálfslappur núna og aumur í hálsinum en samt ekki með hita. Húfan og trefillinn sem ég keypti í síðustu viku komu í góðar þarfir, hlýt að hafa fundið þetta á mér eða eitthvað. Lét mig samt hafa það að mæta í tíma núna eftir hádegið en það kom alls ekki til greina að vakna í tíma klukkan 7 í morgun og leyfði ég mér þann munað að sofa út í morgun. Ætla bara rétt að vona að þetta versni ekkert úr þessu, hef hvorki áhuga né tíma til þess að leggjast í einhverja pest akkúrat núna.

gott í bili...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page