29 september, 2005

Download dauðans

Urr, hvað ég er farinn að verða pirraður hérna, er búinn að sitja hérna í Árnagarði yfir downloadi og bíða eftir að það klárist, ég ætla ekki einu sinni að gefa upp fjölda klukkutíma sem ég hef verið hérna. Notaði reyndar tímann fyrst til þess að lesa eitthvað fyrir morgundaginn en þar sem bókin sem ég var að lesa var svo skelfilega leiðinleg þá gafst ég upp á því áður en ég færi að sofna hérna. En skemmtilegt með þetta download þá sagði hún í eitt skiptið að það væri klukkutími eftir en þá hrundi náttúrulega hraðinn og klukkutíminn varð að tveimur, story of my life. Kallið mig bara nörd, mér er alveg sama.

En að öðru, ég veit ekki hvað kom yfir mig í gærkvöldi en ég var kominn upp í rúm uppúr hálf 11 og ég afrekaði það að sofna fyrir miðnætti. Þetta var svona í og með því að kenna að ég þurfti síðan að vakna klukkan 7 í morgun. Fór síðan með gripaflutningabílnum í skólann í morgun eins og ég kýs að kalla strætóinn sem ég tek á fimmtudagsmorgnum. Þegar nemendur úr Breiðholti og Kópavogi sem ætla í Versló, MH, MR og Kvennó hrúgast í einn og sama strætóinn þá er ekki von á góðu.

Ég fór í gær og athugaði með ADSL tengingu þar sem ég frétti fyrir nokkrum dögum að maður gæti fengið eina slíka hjá háskólanum og er búið að setja stefnuna á það að fá slíka tengingu í Breiðholtið. Það þýðir þá það að þó maður sé á hjara veraldar þá verður maður allavega í góðu sambandi við umheiminn.
Jæja, nóg í bili,
adiós

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page