D-day +3
Þá er maður á þriðja degi hérna í Reykjavík og það er allt að verða vitlaust. Er búinn að punga út hellingspening undanfarið þannig að sumarkaupið er orðið að annsi rýrum sjóði. Það fór 25 þúsund í strætókort (sem gildir reyndar í allan vetur), 20 þúsund í bækur sem ég kalla vel sloppið og svo er ég að kaupa mér ferðatölvu, ibook nánar tiltekið þannig að þetta er fljótt að koma. Strætókerfið er búið að fá hellings prufukeyrslu af minni hálfu og en sem komið er hef ég ekki fundið neina stóra galla á því, finnst reyndar kortin sem eru í leiðabókinni og á sumum stoppistöðvum alveg fáránleg.
Er alveg sæmilega sáttur við stundatöfluna mína, engir tímar á mánudögum og miðvikudögum auk þess sem maður er búinn snemma á föstudögum. En þessa þrjá daga sem maður þarf að mæta þá þarf maðu að mæta upp úr átta en maður hefur bara gott af því, hvetur mann þá bara til þess að halda sólarhringnum réttum. En ég sá annsi merkilega auglýsingu áðan. Hún var aftan á strætisvagni og þar var verið að auglýsa sósur og sultur frá ónefndu fyrirtæki og var sagt að þær væru sykurlausar, fitulausar, kolvetnalausar og kalóríu- og kólestrolsnauðar. Þá er það bara spurningin, hvað er eiginlega í þessum vörum fyrst þær eru lausar við fyrrtalda hluti. Ef ég ætti að giska þá mundi ég halda að þetta væri litað vatn í krukku.
Jæja, held ég segi þetta gott í bili, nóg bullað í bili.
Er alveg sæmilega sáttur við stundatöfluna mína, engir tímar á mánudögum og miðvikudögum auk þess sem maður er búinn snemma á föstudögum. En þessa þrjá daga sem maður þarf að mæta þá þarf maðu að mæta upp úr átta en maður hefur bara gott af því, hvetur mann þá bara til þess að halda sólarhringnum réttum. En ég sá annsi merkilega auglýsingu áðan. Hún var aftan á strætisvagni og þar var verið að auglýsa sósur og sultur frá ónefndu fyrirtæki og var sagt að þær væru sykurlausar, fitulausar, kolvetnalausar og kalóríu- og kólestrolsnauðar. Þá er það bara spurningin, hvað er eiginlega í þessum vörum fyrst þær eru lausar við fyrrtalda hluti. Ef ég ætti að giska þá mundi ég halda að þetta væri litað vatn í krukku.
Jæja, held ég segi þetta gott í bili, nóg bullað í bili.
<< Heim