02 september, 2005

Vinnu lokið þetta sumarið

Jæja, þá er maður bara búinn í vinnunni þetta sumarið og það var slegið upp alveg heljarinnar partíi og... nei reyndar ekki, fékk bara afganga frá einhverjum verkalýðsfundi. Maður er að æða til Reykjavíkur á sunnudaginn og þó það sé ekki minn uppáhaldsstaður á landinu þá er ágætt að fá smá tilbreytingu í þetta. Svo er það ekki verra að þegar ég spurði hvort ég gæti ekki fengið vinnu þarna næsta sumar þá var mér svarað með jái þannig að maður er öruggur með vinnu næsta sumar.

Eins og flestir vita þá er allt að fara til fjandans í Bandaríkjunum eftir þetta óveður og þessi flóð og Bush að standa sig eins og hetja eins og venjulega, eða þannig. Talar í stuttum setningum og reynir að líta gáfulega út. Fyrr frýs í helvíti en að honum takist að líta gáfulega út. Eitt í sambandi við þetta sem ég hef verið að velta fyrir mér. Sá síðu á netinu þar sem einhverjir krisntnir ofsatrúarfávitar í Bandaríkjunum héldu því fram að flóðbylgjan í Asíu væri refsing guðs og til þess fallin að losna við trúvillinga og annað slíkt. Gaman væri að sjá hvernir þessir sauðir réttlæta það sem er að gerast núna í Bandaríkjunum þegar sjálft Biblíubeltið verður fyrir öðru eins óveðri.

Var að velta því fyrir mér hversu mikið er orðið af pirrandi, já beinlínis óþolandi auglýsingum í sjónvarpinu undanfarið. Sérstaklega pirrandi eru illa dubbaðar sjampó og þvottaefnisauglýsingar og þar kemur auglýsingin með “of mikið bótox” kellingunni í bleika gallanum sem er að kynna Vanish draslið. Svo eru þessar auglýsingar frá Íslandsbanka með gaurnum sem er að drulla yfir kennarana sína.

Heyrðu já, svo sá ég þennan óskapnað sem Latabæjar þættirnir eru í sjónvarpinu í kvöld. Sjálfsagt er þetta góður boðskapur fyrir börnin en mér sýndist þetta vera lítið annað en Maggi Scheving að hoppa um og Stefán Karl að gretta sig. Síðan er þetta sett á dagskrá á alveg hreint fáránlegum tíma, strax eftir fréttir á föstudagskvöldi og hver þáttur er sýndur þrisvar.

Jæja, ég er að hugsa um að fara í háttin bráðlega, það á víst að smala hér á morgun þannig að maður verður að vera sæmilega upplagður.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page