Taka tvö
Þá er enn ein helgin runnin upp og ég ákvað í þetta skiptið að reyna að drullast til þess að skrifa eitthvað meira en nokkrar setningar um ekki neitt. Líf manns er í annsi föstu formi þessa daganna og vikunnar, vinn 45 tíma eða meira á viku og kem heim í helgarfrí sem ýmist fer í ekki neitt eða þá að þeytast eitthvað til að gera einhverja misgáfulega hluti. Fór til dæmis í Skagafjörðinn um verslunarmannahelgina og heimsótti Ísak og familíu. Þar var grillað og spiluðum við okkur til óbóta og sumir (nefni engin nöfn hóst....ísak... hóst) áttu það til að ofnota orðið smooth sem leiddi ýmist til þess að menn ohh-uðu hressilega eða þá að þekkt dægurlag með plastfeisinu Jackson tók að hljóma öðrum til mismikillar ánægju.
En að öðru, ég vona að þetta flakk mitt um netheima taki nú enda þegar ég er kominn hingað á blogspot. Það er orðið nærri því eitt og hálft ár síðan maður byrjaði að halda blog-síðu og byrjaði ég á folk.is þann 1. apríl í fyrra. Ekki entist ég lengi þar enda var sú síða með eindæmum leiðinleg þar sem næstum engu var hægt að breyta varðandi útlit og annað slík og notendahjálp var í núlli. Fór svo á blog.central en gafst upp á því núna um daginn eftir að visir.is keypti það. Áður voru strákar með metnað til þess að gera almennilega blogsíðu sem stóðu að þessu en svo var maður orðinn svoldið þreyttur á því hvað breytingar voru lengi að komast í gegn auk þess sem þessi visir.is borði er óendanlega pirrandi. Svo var það dropinn sem fyllti mælinn þegar þeir tóku að rukka fyrir alla aukahluti.
Svo er blessað sumarið farið að styttast annsi mikið í annan endann svo að farið er að styttast í það að skólinn fari að byrja og brottför í borg óttans verður brátt óumflýjanleg. Það verður spennandi að sjá hvort að nýja strætókerfið sé jafn ömurlegt og maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur. Breytir litlu fyrir mig, þarf bara að labba svona 100-200 metrum lengra og hef bara gott af því, eða ég vona það, þannig að ég kvarta ekki fyrr en á reynir.
Jæja, er að hugsa um að segja þetta gott í bili, er að hugsa um að fá mér einhvern matarbita.
P.s. Ætla mér að breyta útlitinu á þessari síðu þegar suður er komið þannig að þetta “gamla veggfóðurs” útlit dettur úr fyrir rest þannig að þú þarft engar áhyggjur að hafa María.
En að öðru, ég vona að þetta flakk mitt um netheima taki nú enda þegar ég er kominn hingað á blogspot. Það er orðið nærri því eitt og hálft ár síðan maður byrjaði að halda blog-síðu og byrjaði ég á folk.is þann 1. apríl í fyrra. Ekki entist ég lengi þar enda var sú síða með eindæmum leiðinleg þar sem næstum engu var hægt að breyta varðandi útlit og annað slík og notendahjálp var í núlli. Fór svo á blog.central en gafst upp á því núna um daginn eftir að visir.is keypti það. Áður voru strákar með metnað til þess að gera almennilega blogsíðu sem stóðu að þessu en svo var maður orðinn svoldið þreyttur á því hvað breytingar voru lengi að komast í gegn auk þess sem þessi visir.is borði er óendanlega pirrandi. Svo var það dropinn sem fyllti mælinn þegar þeir tóku að rukka fyrir alla aukahluti.
Svo er blessað sumarið farið að styttast annsi mikið í annan endann svo að farið er að styttast í það að skólinn fari að byrja og brottför í borg óttans verður brátt óumflýjanleg. Það verður spennandi að sjá hvort að nýja strætókerfið sé jafn ömurlegt og maður hefur verið að heyra í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur. Breytir litlu fyrir mig, þarf bara að labba svona 100-200 metrum lengra og hef bara gott af því, eða ég vona það, þannig að ég kvarta ekki fyrr en á reynir.
Jæja, er að hugsa um að segja þetta gott í bili, er að hugsa um að fá mér einhvern matarbita.
P.s. Ætla mér að breyta útlitinu á þessari síðu þegar suður er komið þannig að þetta “gamla veggfóðurs” útlit dettur úr fyrir rest þannig að þú þarft engar áhyggjur að hafa María.
<< Heim