05 júní, 2005

...and now for something completly different

Loksins, loksins komu niðurstöður úr prófunum núna í vikunni og mér til mikillar ánægju náði ég öllu þannig að ég slapp í gegnum þennan vetur falllaust. En svona að gamni þá voru niðurstöðurnar eftirfarandi:


Íslands – og Norðurlandasaga IV => 6 Ekki alveg nógu sáttur með þessa einkunn þar sem mér fannst ég ekkert vera að standa mig illa á prófinu en hey, ég náði þó.0


Aðferðir II => 7,5 Aldrei hefur nokkur einkunn vakið hjá mér jafnmikla furðu. Ég man þegar ég lág upp í rúmi að reyna að lesa eitthvað fyrir þetta próf og þjáðist af bullandi prófstressi og hélt ég væri drullufallinn í þessum andsk… Þannig að það var ekkert nema gleði þegar þessi einkun lág fyrir.0


Þorskastríðin => 8 Var aldrei í vafa um það að ég mundi ná þessu, þetta fag byggðist upp af tveimur ritgerðum, annarri 30% og hinni 40% og svo var 30% próf þannig að þetta var ekkert mál. Svo má geta þess að minni ritgerðin sem ég gerðí í þessu fagi mun ásamt ritgerðum hinna sem sátu þetta námskeið mynda fræðsluefni um sögu landhelgisbaráttu Íslendinga á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Hversu frábært er það? 0

Annars er nú voðalítið að frétta nema það að mér tókst næstum því að sálga eins og einni þrastarfjölskyldu í vikunni. Var að klippa runna með stórum bensín-hekkklippum og var ekki langt frá því að tæta eins og eitt stykki þrastarhreiður sem var í þessum runnum. Síðan komst ég að því í dag að litlu systur hennar Írisar er svoldið laus höndinn, skrapp þangað í heimsókn í dag og hún gerði lítið annað en að slá mig og henda í mig dóti. Þess má geta að hún er ekki nema tveggja ára eða þar um bil þannig að vonandi mun þetta eldast af henni.0

Jæja, ekki meira í bili

Yfir og út

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page