Walk down memory lane
Jæja, þá er maður loksins kominn heim í sveitinna og líkar það bara vel. Flaug á krókinn eldsnemma á föstudagsmorgunn og lenti þar í miklum hristingi í lendingu. Síðan var maður bara í rólegheitum á króknum þar til í morgun að brunað var af stað og farið í fermingu hjá frænda mínum, systursyni hennar mömmu. Síðan komum við hingað heim um kvöldmatarleytið nú í kvöld. Þegar ég kom heim ákvað ég að ráðast á skápinn í svefnherberginu mínu og laga svoldið til í honum, eitthvað sem hefur setið á hakanum í fjölda ára. Varð þetta að því sem upp á enskuna er kallað “walk down memory lane.” Fann þarna fullt af dóti frá því maður var í grunnskóla og vakti það upp minningar frá þeim árum, bæði góðar og slæmar. Þarna voru meðal annars fullt af jólakortum, einkunnaspjöld ásamt fleiru. Þarna upplifði ég það að þegar svona tiltekt fer í gang þá fer bróðurparturinn í það að skoða dótið sem maður tekur fram og rifja upp minningarnar og minnihlutinn af tímanum fer í það að taka til. Svo er það bara vinnan sem hefst á þriðjudaginn. Jæja, held ég segi þetta gott í bili, verð að fara að hreinsa dótið af rúminu mínu svo ég geti farið af sofa.
Sumarkveðjur úr sveitinni
P.s. Hvernig væri nú að einhverjir aðrir en Anna Júlía færu nú að skrifa í gestabókina á þessari síðu. Gengur ekki að láta hana einoka þetta svona, þarf bara að fara að kalla þetta Önnubók0
Sumarkveðjur úr sveitinni
P.s. Hvernig væri nú að einhverjir aðrir en Anna Júlía færu nú að skrifa í gestabókina á þessari síðu. Gengur ekki að láta hana einoka þetta svona, þarf bara að fara að kalla þetta Önnubók0
<< Heim