Tilvistarkreppa
Úff, hvað þetta er ömurlegt. Ég fattaði það allt í einu að ég átti eftir eitt stykki verkefni sem er á deadline á mánudaginn og er að bagsa við að gera það núna. Ekki sniðugt að fá svona á hausinn í miðju prófstressinu. Maður situr hérna fyrir framan tölvuna í þvílíku stressi að rumpa þessu verkefni og svo er fyrsta prófið á miðvikudaginn, arg það er allt of stutt. Til að bæta gráu ofan á svart þá er maður orðinn svo stífur í öxlum og baki að það er eins og maður hafi gleymt að taka herðatréð úr peysunni sinni, og það stórt herðatré. Ég tók mér smá hlé frá lærdómnum áðan og settist fyrir framan sjónvarpið. Þar var í gangi þáttur þar sem verið var að kynna lögin í eurovision og var þar lið frá öllum Norðurlöndunum að ræða málin. Þegar spilað var lag frá einhverju af Norðurlöndunum var farið aðeins yfir fyrri framlög þeirra og í eitt skiptið var spilað lag frá 1990. Það fékk mig til að hugsa, ekki lagið heldur ártalið, um það hversu hratt tíminn líður. Einu sinni var það þannig að allt sem var nítján hundruð nítíu og eitthvað var stutt í burtu í tíma en núna er það bara heillangt síðan, rúm 5 ár síðan 1999 rann sitt skeið og þessi áratugur hálfnaður, maður er orðinn 22 ára, jafnaldrar manns farnir að fjölga mannkyninu á fullu og það er ekkert sem maður getur gert í þessu.0 Ef ég mætti ráða þá væri maður enþá í menntaskóla að leika sér eitthvað en allt fram streymir endalaust og allt það. Eins og mér var bent á um daginn þá eru 8 ár síðan maður fermdist, næstum því áratugur og mér finnst það ekki vera neitt svo langt. Úff þetta er ekki sniðugt, mér er bara farið að líða illa hérna af því að hugsa svona mikið um þetta. 0
Held ég segi þetta gott í bili af mér og mínu þunglyndi,0
ætla bara að halda áfram að hlusta á Coldplay hérna og reyna að læra eitthvað (hvernig sem það á eftir að ganga)
Over and out...
P.s. óska eftir aðila sem hefur áhuga á því að sjá Hitchhikers guide to the galaxy í bíó. Það verður þó ekki hægt að fara á hana fyrr en 11. maí þar sem ég verð í prófum þangað til.
Held ég segi þetta gott í bili af mér og mínu þunglyndi,0
ætla bara að halda áfram að hlusta á Coldplay hérna og reyna að læra eitthvað (hvernig sem það á eftir að ganga)
Over and out...
P.s. óska eftir aðila sem hefur áhuga á því að sjá Hitchhikers guide to the galaxy í bíó. Það verður þó ekki hægt að fara á hana fyrr en 11. maí þar sem ég verð í prófum þangað til.
<< Heim