30 mars, 2005

Ég gef bara skít í þennan titil!!!

æja, þá er þetta páskafrí búið. Ekki var það langt í þetta skiptið og maður er mættur aftur í höfuðborgina og skólinn byrjaður aftur. Maður gerði ekki helminginn af því sem maður ætlaði að gera í þessu páskafríi en hinsvegar tók ég góða rispu á myndavélina mína, afraksturinn af því var rúmlega 300 ljósmyndir sem ég tók á innan við viku. Það tók rúmlega 20 mínútur að hlaða því inn á tölvuna í gærkvöldi og þurfti ég að skipta um batterí í vélinni í miðju því ferli. Ég kom í bæinn samferða Ísak og Hirti frænda hans og verð ég að segja að það var engin tilhlökkun bundin við þessa suðurferð. Sú litla tilhlökkun sem var fyrir hendi gufaði út í veður og vind þegar við komum niður af Holtavörðuheiði og rigningin buldi á bílnum, svoldið mikil viðbrigði eftir að hafa verið mest allt páskafríið í sól og næstum sumaryl þar sem hitastigið fór varla úr tveggja stafa tölu. En ég var að sækja verkefni áðan sem ég skilaði fyrr á önninni og útkoman var framar björtustu vonum, fékk ég einkunnina gott + sem er alveg ágætis einkunn held ég hjá þessum kennara. Þetta fékk mig aftur til að hugsa um það hversu ömurlega strangur kennari maður yrði, ef maður færi einhverntíma út í slíkt starf, við það að fara yfir verkefni nemenda því mér fannst ég ekki vera að skila af mér neinu stórvirki þegar ég kláraði þetta verkefni. En hvað um það, allt er gott sem endar vel eða eitthvað.

Segi þetta gott í bili, yfir og út.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page