28 febrúar, 2005

...in the ghetto...

Loksins loksins tókst það, mér tókst að fá Ísak til að hætta sér út fyrir öryggi 101-svæðisins og koma í heimsókn til mín upp í ghettóið síðasta laugardagskvöld. Lokkaði ég hann þangað með loforði um myndagláp og virkaði það á hann. Hann mætti á svæðið furðurólegur miðað við aðstæður en maður sá á því hversu snöggur hann var upp stigann hversu fljótt hann vildi komast inn í öryggið. Við eyddum kvöldinu í mikið gláp og svo hélt Ísak heim á leið á kagganum sem hann var á. Í gærmorgun var ég svo rifinn upp með símhringingu og ég vinsamlegast beðinn að mæta með myndavélina mína niður á Nordica hótel til myndatöku. Þetta var semsagt mamma að biðja mig um að koma og mynda þegar Stefán yrði heiðraður ásamt öðrum fyrrverandi þingmönnum framsóknar á landsþingi framsóknarmanna sem þau voru einmitt á alla helgina. Þannig að ég mætti þarna á svæðið hálf krumpaður eitthvað því það eru nú takmörk fyrir því hversu vel hægt er að búa sig þegar maður hefur svona 10-15 mínútur til þess að vakna, klæða sig, borða morgunmat og halda af stað. En ég smellti allavega af nokkrum myndum af þessu og hélt svo heim á leið.
Skellti mér svo í bíó í gærkvöldi ásamt Ísak og Sigurbjörgu systur hans og fékk ég þá að fara ferð í þessari glæsikerru sem Ísak hefur verið með undanfarið, þetta var þvílík glæsikerra að við höfðum alveg sáralitlar áhyggjur af því að einhver stæli henni þó við skildum hana eftir ólæsta.
Ég vil svo að lokum benda öllum áhugamönnum um ljósmyndun á þessa síðu www.photosig.com þar sem hægt er að senda inn myndir og fá viðbrögð fólks við þeim, um það hvað megi betur fara við myndatökuna og ýmislegt í þeim dúr.

Jæja, held ég segi þetta gott í bili, yfir og út.

P.s. þakka góð viðbrögð við síðustu færslu 0

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page