DV, nei takk
Ha ha, það var hringt fyrr í kvöld og spurt eftir Sigurgeir, þegar ég sagði að hann væri ekki heima þá var ég spurður hvort ég vildi ekki fá tilboðsáskrift að DV en ég hélt nú ekki, sagði bara hreint út nei takk. 0 Raunar er þetta í fyrsta skipti sem mér hefur tekist að segja nei svona hreint út við nokkurn símasölumann. Fæ alltaf smá samviskubit yfir því að styrkja ekki gott málefni, en í þetta skipti vottaði ekki fyrir neinu samviskubiti því það að kaupa DV er sannarlega ekki gott málefni, væri meira að segja til í að borga 5000 kall til að stuðla að því að þetta sorprit verði lagt niður. Virðist ekki vera neitt annað en mannorðsmorðingjar og lygalaupar sem skrifa í þetta blað, allavega miðað við það sem maður heyrir svona útundan sér.
Annars urðu þau gleðitíðindi varðandi veðurfarið áðan að þessi blessaða þoka hélt á brott.0 Þó fyrr hefði verið segi ég nú bara, manni fannst það alltaf svoldið spennandi að fá smá þoku þegar maður var fyrir norðan en þetta var nú of mikið af hinu góða. Þessir þrír sólarhringar af þoku voru einfaldlega farnir að leggjast á sinnið hjá manni. Annars komu mamma og Stefán í skynditúr í bæinn í dag, lét loksins verða af því að fara á Þjóðminjasafnið og tókst að draga mömmu með mér. Vorum þar í hátt á annan tíma og hefðum geta verið mikið lengur.
Jæja, held ég segi þetta gott í bili enda orðin uppiskroppa með efni til að láta hérna inn
Yfir og út
Annars urðu þau gleðitíðindi varðandi veðurfarið áðan að þessi blessaða þoka hélt á brott.0 Þó fyrr hefði verið segi ég nú bara, manni fannst það alltaf svoldið spennandi að fá smá þoku þegar maður var fyrir norðan en þetta var nú of mikið af hinu góða. Þessir þrír sólarhringar af þoku voru einfaldlega farnir að leggjast á sinnið hjá manni. Annars komu mamma og Stefán í skynditúr í bæinn í dag, lét loksins verða af því að fara á Þjóðminjasafnið og tókst að draga mömmu með mér. Vorum þar í hátt á annan tíma og hefðum geta verið mikið lengur.
Jæja, held ég segi þetta gott í bili enda orðin uppiskroppa með efni til að láta hérna inn
Yfir og út
<< Heim