10 febrúar, 2005

Af hverju þar alltaf að setja titil?

Góðan daginn, eða kvöldið eða nóttina eða eitthvað. Nú er maður orðinn aldeilis ruglaður í tímanum, það var vökunótt við að gera verkefni í en eitt skiptið. Maður virðist aldrei ætlar að læra af reynslunni. Semsagt fyrir mér er núna kvöld af því að ég er ekki enþá farinn að sofa. Sit núna á bókasafninu að pikka þetta inn og bókasafnið er þögulla en gröf Tútank Amos því það er varla sála hérna, hver ætti svosem að vera á bókasafninu klukkan 9 að morgni, kannski ég, tja maður spyr sig 0
Það var ótrúlega fyndið að sjá umferðina áðan, það var bíll við bíl á öllum helstu stofnbrautum og allir að fara til vinnu, bílarnir misvel skafnir þannig að sumir voru eins og keyrandi snjóskaflar. Annars finnst mér umferðarmenningin hérna á Íslandi vera orðin fáránleg, já beinlínis heimskuleg. Það er næstum því einn bíll á mann, þar af leiðandi einungis ein manneskja í bíl því það er svo halló ef að vinnufélagarnir keyra saman í vinnuna. Síðan notar nánast enginn strætó nema unga fólkið, eldri borgarar og öryrkjar, semsagt þeir sem hafa ekki efni á bíl eða mega ekki keyra einn slíkan og vegna þess að allir hinir eru í egókasti, hver í sínum bíl, þá þurfa þeir sem eru svo sniðugir að losna við stressið sem fylgir því að keyra í morgunumferðinni að sitja fastir í umferðarhnút. Síðan finnst mér það besta á gangbrautarljósunum, það kemur rautt ljós á umferðina þegar maður ýtir á takkann og grænt ljós fyrir þann sem er að ganga yfir. Svo kemur blikkandi grænt ljós á þann sem er gangandi til merkis um það að maður eigi að flýta sér því ljósið sé að verða búið. Á sama tíma kemur gult blikkandi ljós á bílanna sem allir taka það sem merki um að rjúka eigi af stað á meðan maður hefur grænt ljós á að labba yfir, einn var svo óþolinmóður í morgun að hann var kominn svona hálfan metra frá mér meðan ég var að labba yfir af því hann gat ekki beðið í 10 sekúndur í viðbót. Semsagt, við Íslendingar virðumst flestir vera algjörir hálfvitar í umferðinni og það eru margir sem ættu hreinlega ekkert að hafa bílpróf 0
jæja, læt þetta duga í bili
yfir og út...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page