Kominn í bæinn
Jæja, þá er maður kominn aftur í borg óttans og skólinn við það að bresta á aftur. Norðurlandið var kvatt með söknuði í dag þegar ég hoppaði upp í flugvél á Sauðárkróki þar sem ferðinni var heitið suður á bóginn. Ég var heppinn með sæti í vélinni, sem var af gerðinni Dornier, þar sem ég hafði nóg fótapláss. Sá böggull fylgdi þó hinsvegar skammrifi að ég sat líka við hliðina á hurðinni sem var ansi illa þétt. Ætli það hafi ekki tekið svona klukkutíma fyrir mig að fá aftur tilfinningu í fæturna eftir það að sitja í þessum trekk. Þar sem það var u.þ.b. 10 stiga frost fyrir norðan þá reikna ég með því að það hafi verið töluvert kaldara uppi í háloftunum. Síðan leist mér ekkert á blikuna þegar verið var að lenda dollunni þar sem hún hristist eins og laufblað í vindi og virtist ekki láta allt of vel að stjórn. Síðan tók afi á móti mér og bauð mér í kvöldmat. Síðan þegar ég kom upp í Breiðholt þá beið eftir mér yndislega nýja stafræna myndavélin mín, Canon Ixus 500, og þegar hún hafði verið tekin í gagnið þá æddi ég til Ísaks og hitti Sveinbjörn í leiðinni. Vorum þar að fíflast með myndavélina mína og þessa übervél sem Ísak á.
Annars er það næst á dagskrá að gera tilraun til þess að taka upp úr töskunum, annars er það bara rúmið og svo er það skólinn baby á morgunn 0
Segi þetta gott í bili, þetta er Gestur Pálsson sem talar frá Reykjavík.
P.s. Það er allt fullt af snjó í Reykjavík, hvað er að gerast? Ragnarök hljóta að vera í nánd.
Annars er það næst á dagskrá að gera tilraun til þess að taka upp úr töskunum, annars er það bara rúmið og svo er það skólinn baby á morgunn 0
Segi þetta gott í bili, þetta er Gestur Pálsson sem talar frá Reykjavík.
P.s. Það er allt fullt af snjó í Reykjavík, hvað er að gerast? Ragnarök hljóta að vera í nánd.
<< Heim