07 desember, 2004

Próf, aber nein...

Ahh, fyrsta prófið búið og gekk það vonum framar, alla vega mun betur en ég hélt. Gott að vera laus við þetta en hins vegar eru 2 próf eftir þannig að það er nóg af lærdómi eftir. Tók eftir því í dag hversu furðulegt veðrið er hérna í reykjavík, í morgun var frost og logn, þegar ég kom úr prófinu var haglél og svo á heimleiðinni breyttist það í slyddu. Undir kvöld var svo komin rigning, alveg merkilegt. Sá áðan að skjár 1 var að auglýsa the Bacherolette ógeðs/ömurlega/væmnis/viðbjóðs þáttinn sem allar stelpur liggja skælandi yfir. Skil ekki hvað fólk sér við svona þætti, 25 karlmenn, 1 kona og hún verður að velja, úúú, spennandi. Held að þetta sýni bara í verki hnignun vestrænnar menningar eða eitthvað. Æi, ég nenni þessu ekki, er að hugsa um að fara í rúmið, svaf svona 4 tíma síðustu nótt.

Zzz...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page