02 desember, 2004

Gestur Pálsson - Rónasegull

Úff maður, nú er stressið farið að hellast yfir mann. Prófin að byrja í næstu viku og ég er enþá að reyna að rumpa af einni lítilli ritgerð. Var að skila framsögunni í Hitler og Stalín á þriðjudaginn eftir að ég komst að því að ég fengi tækifæri til að lagfæra það sem aflaga fór. Átti bæði að skila henni á rafrænu formi og útprentaðri. Það var svo í gærkvöldi að síminn minn hringdi og einhvern vegin svona var símtalið:

Ég: Halló

Þór: Gestur?

Ég: Já það er ég

Þór: Blessaður, þetta er Þór Whitehead, hérna varstu nokkuð búinn að skila mér framsögunni á rafrænu formi? Ég finn hana ekki.

Þegar hann sagði þetta þá fékk maður svona nett taugaáfall því lokaskilafrestur var á þriðjudaginn. En það kom svo í ljós að þetta var bara smá misskilningur hjá honum en honum tókst að láta mér bregða allhressilega þarna.

En eftir að ég hafði skilað framsögunni á þriðjudaginn fór ég niður í miðbæ til að fá mér bita á Subway þar sem ég var að deyja úr hungri. Þegar ég var að ganga þar inn kom einhver blindfullur gaur (þetta var klukkan 2 eftir hádegi á þriðjudegi) og reyndi að sníkja af mér pening en ég sagði honum að ég væri ekki með krónu á mér. Eftir subway var stefnan tekin heim og meðan ég beið eftir strætó þá kom einhver róni og var að sníkja pening fyrir strætó og spurði alla sem voru á stoppistöðinni, mig þar með talinn. En þar sem allir neituðu honum um pening þá varð hann að ganga. En hvað er málið með svona lið, það mætti halda að ég sé einhverskonar segull á þetta fólk. Það situr oft nálægt manni í strætó eða það er að sníkja af manni pening á götum úti. En maður getur varla annað en vorkennt svona fólki og vonar svo sannarlega að maður eigi aldrei eftir að enda svona.

Jæja, best að koma sér að verki, tíminn líður og prófin nálgast.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page