No title
Síðast þegar ég skrifaði hérna þá var ekki laust við að sú færsla hafi verið skrifuð á meðan undirritaður var í óhemju vondu skapi. En þess ber að geta að ég hafði góða og gilda ástæðu til þess eins og kom fram textanum.
Þegar ég vaknaði í morgun og dró frá svefnherbergisglugganum hjá mér sá ég sólina skína og ég ætlaði varla að trúa mínum eiginn augum, sólskin í reykjavík. En veðurguðirnir voru fljótir að leiðrétta þessi mistök sín og fljótlega fór að rigna.
Annrs var ég að hugsa um að tala örlítið um síðustu helgi, ansi merkileg helgi þar. Tek fimmtudaginn þar inní en þá fór ég að horfa á ´þýsku nasistaáróðursmyndina Sigur viljans og sat ég þar í óþægilegu sæti inni í fyrirlestrasal í Lögbergi. Á föstudeginum var það bara skóli og síðan var mér boðið í mat um kvöldið hjá henni Maríu og fékk ég þar alveg frábært lasagna. Laugardagurinn leið í rólegheitum en á sunnudagmorgun var stefnan tekin norður í land af því að mömmu vantaði hjálp með eitthvað verkefni, hún var að gera það í tölvunni og þurfti hjálp við að klára það og skila því. Semsagt, ég flaug úr viðbjóðslegri rigningu í reykjavík og lenti í sólskini og sæmilega hlýju veðri á Akureyri, síðan var brunað á krókinn þar sem mamma var að gera þetta blessaða verkefni. Ég gisti þar á aðfararnót mánudags og flaug svo aftur í rigninguna fyrir sunnan snemma á mánudagsmorgun.
Vil bara segja eitt að lokum, vissuleg rignir fyrir norðan en það er ekki þannig að það rigni nánast stanslaust í nokkrar vikur eins og það gerir hér fyrir sunnan. Síðan yfir háveturinn breytist rigningin í snjó sem gerir það að verkum að maður verður ekki alltaf rennandi blautur við það að fara út úr húsi.
Held ég segi þetta nóg í bili, skólinn kallar.
Þegar ég vaknaði í morgun og dró frá svefnherbergisglugganum hjá mér sá ég sólina skína og ég ætlaði varla að trúa mínum eiginn augum, sólskin í reykjavík. En veðurguðirnir voru fljótir að leiðrétta þessi mistök sín og fljótlega fór að rigna.
Annrs var ég að hugsa um að tala örlítið um síðustu helgi, ansi merkileg helgi þar. Tek fimmtudaginn þar inní en þá fór ég að horfa á ´þýsku nasistaáróðursmyndina Sigur viljans og sat ég þar í óþægilegu sæti inni í fyrirlestrasal í Lögbergi. Á föstudeginum var það bara skóli og síðan var mér boðið í mat um kvöldið hjá henni Maríu og fékk ég þar alveg frábært lasagna. Laugardagurinn leið í rólegheitum en á sunnudagmorgun var stefnan tekin norður í land af því að mömmu vantaði hjálp með eitthvað verkefni, hún var að gera það í tölvunni og þurfti hjálp við að klára það og skila því. Semsagt, ég flaug úr viðbjóðslegri rigningu í reykjavík og lenti í sólskini og sæmilega hlýju veðri á Akureyri, síðan var brunað á krókinn þar sem mamma var að gera þetta blessaða verkefni. Ég gisti þar á aðfararnót mánudags og flaug svo aftur í rigninguna fyrir sunnan snemma á mánudagsmorgun.
Vil bara segja eitt að lokum, vissuleg rignir fyrir norðan en það er ekki þannig að það rigni nánast stanslaust í nokkrar vikur eins og það gerir hér fyrir sunnan. Síðan yfir háveturinn breytist rigningin í snjó sem gerir það að verkum að maður verður ekki alltaf rennandi blautur við það að fara út úr húsi.
Held ég segi þetta nóg í bili, skólinn kallar.
<< Heim