Bíómanía
Ég afrekaði það um helgina að fara tvisvar í bíó, skrapp á föstudagskvöldið á myndina Man on fire en ég var þá að nota miðann sem ég vann um daginn. Þar sem ég nennti ekki einn þá bauð ég Ísak að koma með mér. Mér fannst þetta vera alveg fínasta mynd og alveg ágætis skemmtun. Þegar myndin er búin þá förum við Ísak í íbúðina hans á görðunum, höngum svoldið í tölvunni og svona og spjöllum saman á meðan. Þá segir Ísak mér frá því að hann hafi rekist á "gamlan kunningja" á Hlemmi. Þessi "kunningi" var enginn annar en maðurinn sem kom að spjalla við okkur Ísak á Subway í sumar (sjá færslu þann 6. júlí). Hins vegar var verið að henda honum út af Hlemmi vegna þess að hann var að sprauta sig þar inni, semsagt, ef það var ekki ljóst áður þá er það augljóst núna, þessi maður er í ruglinu. Þar sem myndin var búin rétt fyrir klukkan 1 um nóttina og strætó var hættur að ganga þá bauð Ísak mér að gista um nóttina til að sleppa við að borga 2000 kr. i taxa.
Á laugardeginum gerði ég mest lítið. Um kvöldið hins vegar datt mér skyndilega í hug að skella mér í bíó, kíkti í moggann og ákvað að fara á Bourne Supremasy, þetta ákvörðunarferli tók svona 5 mínútur og svo var ég rokinn út í strætóskýli. Þetta var ágætis mynd, reyndar var kvikmyndatakan þannig að eftir einn ágætis bílaeltingaleik leið mér eins og ég væri bílveikur. Þegar ég kem út´þá er vagninn uppeftir farinn fyrir 10 mínútum þannig að ég þarf að bíða í góða stund. Sá einhverja róna liggja inni í strætóskýli í mjódinni, þeir fóru fljótlega en síðan kom löggan að leyta að þeim og var hún að hringsóla þarna lengi á eftir.
En ég er að hugsa um að láta þetta gott heita í bili, þarf að klára að lesa þessa ömurlegu bók sem ég er að lesa eftir Hannes (ojj) Hafstein, góða nótt.
Á laugardeginum gerði ég mest lítið. Um kvöldið hins vegar datt mér skyndilega í hug að skella mér í bíó, kíkti í moggann og ákvað að fara á Bourne Supremasy, þetta ákvörðunarferli tók svona 5 mínútur og svo var ég rokinn út í strætóskýli. Þetta var ágætis mynd, reyndar var kvikmyndatakan þannig að eftir einn ágætis bílaeltingaleik leið mér eins og ég væri bílveikur. Þegar ég kem út´þá er vagninn uppeftir farinn fyrir 10 mínútum þannig að ég þarf að bíða í góða stund. Sá einhverja róna liggja inni í strætóskýli í mjódinni, þeir fóru fljótlega en síðan kom löggan að leyta að þeim og var hún að hringsóla þarna lengi á eftir.
En ég er að hugsa um að láta þetta gott heita í bili, þarf að klára að lesa þessa ömurlegu bók sem ég er að lesa eftir Hannes (ojj) Hafstein, góða nótt.
<< Heim