13 ágúst, 2004

Prófakjaftæði

Þá er maður mættur í höfuðborgina og er byrjaður að læra undir þessi blessuðu upptökupróf sem ég þarf að taka þökk sé því óhemju kæruleysi sem ég sýndi náminu síðasta vetur.

Ég vann dagvakt í gær og tók mig síðan til og brunaði strax eftir vinnu inn á Akureyri til að fara á flugið. Mætti á völlinn klukkan 10 og vélin fór í loftið undir hálf 11. Það var síðan afi sem tók á móti mér á vellinum hér fyrir sunnan og eftir að hafa fengið í svanginn hjá honum var brunað upp í gettóið (Breiðholt) og farið í íbúðina hans Sigurgeirs. Ég fór fljótlega að sofa eftir að gamli maðurinn fór en átti í þvílíkum erfiðleikum með að vakna í morgun og var ekki kominn niður á bókasafn fyrr en klukkan 11. Þar er ég síðan búinn að sitja sveittur yfir bókalestri í dag.

Vegna þess að næsta vika mun fara í próflestur þá held ég að bloggskrif mín verði eitthvað í minni kantinum á næstunni, (ekki eins og það skipti einhverju máli, það eru ekki það margir sem lesa þetta)

En ég verð að koma mér, það er verið að loka bókasafninu svo að ég ætla að koma mér út áður en að ræstitæknirinn rekur mig út með kústinu sínum, bless í bili og góða helgi.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page