01 ágúst, 2004

Náttfaravíkur

Skellti mér í gær í göngutúr út í Náttfaravíkur ásamt fullt af ættingjum. Á föstudaginn ætlaði ég mér að fara snemma í háttinn en varð að skjótast í vinnuna um kvöldið af því að manneskjan sem átti að vera á vaktinni var veik. Ég vann því til klukkan tvö um nóttina en þá tók morgunvaktinn við.

Vaknaði svo hress og kátur0 morguninn eftir, fann tilnestið og skellti mér niður í Árteig. Þar beið stór hópur af fólki og fullt af jeppum. Síðan var haldið af stað á 7 jeppum og brunað upp veginn hjá Nípá. Keyrt var út í Naustavík og tók ferðin þangað hátt í tvo tíma. Þegar þangað var komið fengu menn sér
hádegismat og svo var lagt í hann. Þar gengu 30 manns af stað og var stefnan tekin á Rauðuvík og Vargsnes, þangað voru sirka 3 km frá Naustavík en gangan úteftir tók töluvert á því við þurftum að hækka okkur töluvert til að komast uppfyrir Skálavíkina (sem er á miðri leið) því Horft til Náttfarvíkna utan af flóavið vildum sleppa við að þurfa að klifra ofan í hana og uppúr henni aftur. Þegar við vorum komin upp fyrir víkina og horfðum niður á Vargsnes þá ákvaðu sumir að stoppa þar og hvíla sig en hluti af hópnum gekk niður á nesið. Gangan þangað niðureftir var mun lengri en menn bjuggust við en ég sá ekki eftir því að hafa farið þarna niðureftir. Menn þurft að hafa sig alla við til að hafa hemil á krökkunum sem fóru á nesið því þar er töluvert hátt þverhnípi niður í fjöru. Svo var haldið til Rauðavíkin og Vargsnesið séð norðan frábaka og var komið í Naustavík upp úr klukkan 4 og tók gangan fram og til baka því u.þ.b. 3 klukkutíma (lagt var af stað í gönguferðina um 1 leytið). Í Naustavík var drukkið kaffi og skálað í koníaki sem hún Bogga fékk í afmæligjöf. Síðan var prílað upp úr Naustavíkinni og í bílana og haldið heim. Það voru síðan fótlúnir ferðalangar sem komu heim í árteig um 7 leytið.


Um kvöldið var mér svo boðið í kvöldmat í Árteigi og var þar lambalæri á borðum. Tekið var hraustlega til matar síns enda voru menn orðnir hungraðir eftir langa en vel heppnaða ferð. Svo var slegið upp hlöðuballi á Þóroddsstað en ég ákvað að sleppa því sökum svefnleysis og fór heim að sofa og svaf fram að hádegi. Myndir úr þessari ferð eiga örugglega eftir að birtast á síðunni hans Gumma og þeir sem vilja skoða þær geta smellt á tengilinn hér til hliðar. Held ég segi þetta gott í bili, farinn.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page