22 júlí, 2004

Fjórði í fríi

Úff, mikið er þetta fljótt að líða, núna er runninn upp næstsíðasti dagurinn í þessu fríi mínu. Er búinn að skríða á lappir í kringum 11 alla þessa viku og hef þá verið að pína mig á lappir til þess að halda sólarhringnum sæmilega réttum, hann fer nú í alveg nóg rugl þegar maður er að vinna. Allavega þá hefur maður ekki legið í leti allan tíman, skellti mér í það á þriðjudaginn að baka pönnukökur og nú er svo komið að þær eru nánast búnar þannig að maður verður bara að búa til meira.
Ég keypti mér um daginn svona flugnagildru í rúmfatalagernum og ætlaði að tæma hana í gær en ákvað að bíða aðeins með það því það var RISAstór geitungur sem var skríðandi innan á henni sem vildi komast út og var orðinn alveg snarbrjálaður. Það er allt búið að vera morandi í þessum helvítum hérna í sumar og mig grunar sterklega að það sé bú undir pallinum hjá okkur, allavega er nóg af þeim í runnanum sem er hjá pallinum.
Síðan eru hin stórskemmtilegu ágústpróf að hefjast eftir svona sirka 3 vikur, þarf að byrja að lesa um helgina. Þetta þýðir það að sumarfríið mitt er nánast búið nema að ég fæ svona 2. vikur í kringum mánaðarmótin ágúst-september en svo byrjar skólinn 6. sept. annars var það ekki meira í bili, held að það sé best að fara og slá grasið á meðan veðrið er svona gott, farinn.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page