25 júní, 2004

Þessir danir

Var að skoða mbl.is hérna áðan og rakst á eftirfarandi frétt:
Vítislogar í neðra
Dani nokkur hefur farið í mál við sjúkrahúsið í Kjellerup eftir að kviknaði í kynfærum hans í aðgerð þegar hann leysti vind.
Læknar voru að fjarlægja fæðingarblett af afturenda hans með rafeindaskurðhníf þegar hann leysti vind og neisti hljóp skyndilega í eistu hans sem höfðu verið þvegin upp úr sótthreinsandi vökva.
Maðurinn, sem er þrítugur, segist ekki geta stundað kynlíf með eiginkonu sinni og hafa þurft að taka sér frí frá vinnu. "Þegar ég vaknaði var eins og vítislogar brenndu liminn og punginn," sagði maðurinn. Hann krefst bóta vegna tekjumissis og þjáninga.

Ég get svona rétt ímyndað mér að þetta hafi ekki verið allt of þægilegt0

http://mbl.is/mm/frettir/show_framed_news/?cid=100&nid=1090790

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page