20 júní, 2004

mig langar að sofa

Úff, það er enginn smáræðisþvælingur sem er búinn að vera á manni undanfarið, eftir djammið þann 16. fór ég í vinnuna þann 17. og síðan skrapp ég heim um kvöldið, fór svo í vinnuna kvöldið eftir og í gær mætti ég í ferminguna hennar írisar, endaði svo daginn á því að bruna uppeftir á næturvakt sem ég er að klára núna klukkan hálf. En já, ég skrapp í ferminguna hennar írisar, ótrúlegt en satt, hún er búin að fermast, en hvað tíminn líður hratt. Ef þetta heldur svona áfram verður maður farinn að ganga með staf áður en maður veit af. Annars er þetta búin að vera róleg vakt, þetta hefur verið ein af fáum seinni næturvöktum sem hafa ekki farið í tómt vesen. Það gerist nefnilega merkilega oft að þegar maður er að fara í frí þá fer allt í klessu á seinustu vaktinni 0. en það er best að fara og skola af sér, fer síðan heim á eftir og sef langt fram eftir.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page