04 júní, 2004

helv...s vesen

Þetta er nú búið að vera versta morgunvakt í manna minnum. Allavega þá vaknaði ég í morgun, nótt öllu heldur, klukkan 10 mínútur í 5 og mætti svo til vinnu klukkan hálf 6. Vaktin byrjaði svosem rólega, reyndar svaf einn kallinn yfir sig svo að ég þurfti að' ná í hann niður í þorp. Síðan byrjuðu ósköpin þegar það kom að mér að fylgjast með pökkunarvélunum, pokarnir ýmist rifnuðu, hittu ekki á stútinn eða duttu tómir niður á færibandið og var ég orðinn svo pirraður á tímabili að ég var næstum því búinn að láta vaða í sentimeters þykka plexíglerið sem er á klefanum sem vélarnar eru í en það varð sem betur fer ekkert úr því. Annars er það að segja að ég er forfallaður á þetta blessaða Ýdala ball í kvöld sökum þess að ég á að mæta til vinnu klukkan hálf 6 í fyrramálið en eftir þá vakt ætla ég svo að rúnta heim og taka því rólega. Jæja, vaktinn er búinn, bless í bili og góða helgi.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page