Work sucks...
Þá er maður kominn nokkura daga í frí frá vinnuni, þetta hefur nú ekki verið neitt sérstök törn, eins og kannski flestir vita þá hefur verið ákaflega kalt og leiðinlegt veður á norðulandi að undanförnu. Þar sem ég vinn í mývatnssveit þá var ekki um neitt hitabeltisloftslag að ræða, var að vinna úti í gær sökum þess að það var framleiðslustopp og var ég að tína rusl og annað skemmtilegt, þess ber að geta að á tímabili hélt ég að hendurnar væru að frjósa af mér. Í mývatnssveit fékk ég þessa fínu íbúð í þorpinu, það vantar bara ískáp og sjónvarp og þá er þetta fullkomið, ískápurinn er í vinnslu en ég held að sjónvarpið verði að bíða betri tíma. Þessa stundina eru Sigurgeir og Gummi örugglega að rúnta um Þýskaland í sumarblíðunni sem virðist vera þarna suðurfrá, manni finnst það svekkjandi þegar maður situr hér í hita sem er niður undir frostmarki en þetta er nú allt að lagast.
Jæja, ég er hættur, farinn.
Jæja, ég er hættur, farinn.
<< Heim