30 apríl, 2004

Föstudagskvöld...

Jæja, þá er kominn en einn föstudagurinn, þetta er ekkert smá fljótt að líða. Og eftir þrjár vikur verður maður bara kominn á fullu í vinnu. Það er svo frábært að á morgun er bókasafnið lokað sökum þess að það er 1. maí þannig að ég verð að vera heima að læra. Það vill hinsvegar svo skemmtilega til að nágranni minn hérna er að skipta um parket í stofunni hjá sér og hann er að vinna á fáranlegustu tímu, stundum verð ég að hækka sjónvarpið í botn til að heyra eitthvað í því. Þetta hinsvegar minnir mig á þá gömlu góðu daga á vistinni þar sem það varð ákveðin hefð að hefja iðnaðarstörf í próftíð, þannig að þetta er bara eins og að vera kominn aftur í menntaskóla.

Annars var ég í prófi í dag, vona að mér hafi tekist að bulla mig eitthvað út úr þessu, stóð mig samt ekki alveg nógu vel í spurningu sem gilti 40% af einkun, valdi mér að skrifa um framgang siðaskipta á Norðurlöndum, veiii. Allavega þá var prófið sett upp þannig að það voru þrjár spurningar, tvær sem giltu 40% og ein sem gilti 20%. Ætlaði síðan að vera voða duglegur og fara beint á bókasafnið að læra undir næsta próf sem er á mánudaginn en kíkti fyrst í tölvurnar. Þegar ég fann að ég var að sofna (er búinn að sofa mjög lítið þessa vikuna) fyrir framan tölvuna þá ákvað ég að fara heim og halla mér aðeins. Hitaði mér síðan matinn sem afi sendi Sigurgeir með hingað uppeftir, ég komst ekki í kvöldmat til afa á miðvikudaginn svo sá gamli bannaði sigurgeir að klára matinn og sendi hann með leifarnar heim handa mér. Það gerðist nú fátt annað markvert hjá manni í dag þannig að ég held ég láti þessu lokið í bili.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page