arg...
Ég er að fara yfirum hérna, er búinn að lesa síðan klukkan hálf 9 í morgun og hausinn á mér er að springa af upplýsingum um uppbyggingu íslensks samfélags á miðöldum. Vissuð þið til dæmis að maðurinn sem var sendur til Íslands til að kynna Jónsbók fyrir landanum hét Loðinn Leppur? Nei þetta vissuð þið ekki en þið vitið það núna útaf því að ég, maðurinn sem stefnir hraðbyri í átt að því að lesa yfir sig, sagði ykkur það.
Annar þá er próf í fyrramálið úr þessu frábæra efni, ísland á miðöldum, þannig að það er best að fara og lesa meira og sjá hversu miklu maður getur troðið inn.
Annar þá er próf í fyrramálið úr þessu frábæra efni, ísland á miðöldum, þannig að það er best að fara og lesa meira og sjá hversu miklu maður getur troðið inn.
<< Heim