búin að vera... sökum þreytu
Úff, þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Hann byrjaði á því að ég drattaðist á fætur uppúr klukkan 11 í morgun og fór og kláraði ritgerð sem ég átti eftir að skila. Fór síðan út klukkan 3 í dag til að skila bókum sem ég var með fyrir ritgerðina og skila ritgerðinni sjálfri. Fór á hlöðuna til að prenta ritgerðina en komst að því mér til mikillar furðu að engin tölva á hlöðunni er með geisladrif (var sko með ritgerðina á endurskrifanlegum geisladiski) og því þurfti ég að rölta í Árnagarð og skila ritgerðinni. síðan fór restin af deginum í það að útrétta og eitthvað í þeim dúr. klukkan hálf 8 komst ég loks heim og var orðinn ógeðslega þreyttur í fótunum, ef ég verð ekki kominn með blöðrur á morgun þá veit ég ekki hvað.
Tók eftir því í dag að það er alveg ógeðslega mikið af bílum í þessum bæ, það var svo sem ekkert sem ég vissi ekki fyrir en eitt fór ég að hugsa um, afhverju eru sjaldan fleiri en 1 og eiginlega aldrei fleiri en 2 í bíl? Það er alveg merkilegt að fólk skuli ekki nýta bílana betu því að umferðin hér er orðin algjör hörmung.
Er orðinn rosalega þreyttur eftir þennan þvæling í dag, kannski maður fari bara að halla sér.
Tók eftir því í dag að það er alveg ógeðslega mikið af bílum í þessum bæ, það var svo sem ekkert sem ég vissi ekki fyrir en eitt fór ég að hugsa um, afhverju eru sjaldan fleiri en 1 og eiginlega aldrei fleiri en 2 í bíl? Það er alveg merkilegt að fólk skuli ekki nýta bílana betu því að umferðin hér er orðin algjör hörmung.
Er orðinn rosalega þreyttur eftir þennan þvæling í dag, kannski maður fari bara að halla sér.
<< Heim