Ótrúlegt athafnaleysi
Það er nú búið að vera rosalegt letilíf á manni í dag, er bókstaflega ekki búinn að gera neitt. Vaknaði seint og um síðir og fékk mér að éta og var aðeins að glápa á sjónvarp. Skrapp síðan aðeins niður á bókasafn til að skila bókum, þetta er svona það helsta sem ég hef afrekað í dag. Í gær hinsvegar þá var mikið fjör hjá manni, vantaði bók sem ég þarf að lesa fyrir síðasta prófið en þar sem hún var ekki til á hlöðunni þá ákvað ég að tala við Önnu Siggu frænku mína sem er bókasafnsvörður suður í Hafnarfirði, svo ég bruna þangað og byrja á því að villast í bænum. Eftir góða stund finn ég bókasafnið, tek bókin og spjallaði aðeins við hana frænku og fór síðan aftur til Reykjavíkur. Á leiðinni fattaði ég svo að ég hafði ekkert borðað allan daginn og ég var orðinn ógeðslega svangur, fór því niður í bæ og skellti mér á subway og verð ég að segja að þetta er besti subway sem ég hef smakkað. En ástæðan fyrir athafnaleysi mínu í dag er hins vegar sú að ég var kominn með ógeð á próflestri og tók mér pásu frá honum. Svo er síðasta prófið hjá manni á fimmtudaginn í næstu viku og svo er það bara sumarfrí, júhú, og maður fer bara að vinna. Síðan er hann Ölli að koma með manneskju í heimsókn til mín í kvöld, ég veit ekkert hver það er en Ölli sagði bara að það væri leynigestur, alveg ótrúlegt hvað sá brandari endist, þannig að það kemur bara í ljós hver þetta verður, meira af því síðar.
<< Heim