helgarfrí...
Þá er maður loksins kominn í helgarfrí, það má segja að ég hafi verið í hálfgerðu internet-svelti þarna uppi í Mývatnssveit, var bara í dagvinnu og slökkt á öllum tölvum. En það má segja að það hafi verið smá munur á veðrinu svona á milli vikna og var þessi vika óumdeilanlega mun skárri heldur en vikan á undan, kemur þar fyrst til veðrið sem var mun betra í þessari viku og jaðraði við að það væri of heitt. En þar sem ég var í dagvinnu þá var ég ekki að pakka gúr í poka heldur var ég að vinna úti, var að spúla plön, moka drullu sem var á plönunum, hlaða grjótvegg svo að helv.... bílstjórarnir hættu að skemma grasið framan við verksmiðjuna (það tókst, í dag var einn bílstjórinn nálægt því að sprengja dekk á bílnum og aftanívagninn hoppaði hátt uppí loftið þegar hann lenti á garðinum), var svo gripinn í steypuvinnu fyrir rest og var svo látinn hreinsa upp eftir þá vinnu. Manni tókst líka að sólbrenna í þessu gífurlega hita sem var, sökum hita fór ég úr vinnugallanum og brann á hnakkanum en það er allt á góðri leið núna. Í næstu viku fer ég svo að vinna á vöktum og þá ætti að líða eitthvað minna á milli þess sem ég skrifa.
Jæja, ég er farinn að njóta góða veðursins.
Jæja, ég er farinn að njóta góða veðursins.
<< Heim