Hey, hó og jibbí jei, það er kominn 17. júní...
Jæja, nú sit ég í vinnuni eftir einn þann leiðinlegasta 17. júní sem ég man eftir, þurfti að rífa mig upp klukkan 10 í morgun og bruna upp í Mývatnssveit til að vinna og var svo seinn að ég gat ekki keypt neitt að borða í búðinni og er ég orðinn alveg glorhungraður núna. Til að bæta svo gráu ofan á svart varð ég svo að rífa mig upp og bruna í vinnuna og vinna fram á kvöld. En það er hinsvegar annað að segja um gærkvöldið. Byrjað var á partíi heima hjá Mæsu, var planað að það ætti að byrja klukkan 4 um daginn en fólk byrjaði að tínast að þegar klukkan var langt gengin í 5. Þar mætti svona meirihlutinn af bekknum og meðal umræðuefnis voru vafasamar sögur af dvöl Haffa, Jóa og Baldurs í Danmörku í vetur en ég held ég sleppi því að hafa nokkuð eftir af því. Svo var gengið niður í höll og náðist að redda því að allur bekkurinn sæti við sama borð. Þarna hitti maður helling af liði sem maður hefur ekki hitt síðan á útskriftinni. Eftir misgóðan kvöldmat og ýmis skemmtiatriði frá eldri árgöngum var hvíti kollurinn tekinn af miðnætti og verð ég að segja að húfan var mikið flottari með hann á. Að því loknu var svo ball með hljómsveitinni í svörtum fötum langt fram eftir nóttu og fór ég að sofa þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 4 og var ég alveg búinn á því. En það er best að ég fari að koma mér, segi bara gleðilega hátíð og óska þeim sem voru að útskrifast í dag til hamingju með áfangann.
<< Heim