vááá...
... það er eitt af því sem mætti segja um það hvernig þessir tónleikar voru. Þetta var hreint út sagt frábært og vel þessara 7500 króna virði. Hér á eftir fer frásögn af ferðinni á þessa ´tónleika:
Laugardagur:
Fór strax eftir vinnu og tíndi til dótið mitt og henti því í bílinn, brunaði svo á Krókinn og kom til Stebba um 10 leitið um kvöldið. Tilkynnti Ísak að ég væri mættur á svæðið og lét hann mig vita um það að við yrðum bara tveir í bílnum á leiðinni suður þar sem Pétur ákvað að skella sér á landsmót hestamanna á Hellu, veiii. Horfði á Spiderman á Stöð 2 og fór síðan að sofa, og skellti mér á eina andvökunótt í leiðinni, var að sofna um 4 leitið.
Sunnudagur:
Vaknaði hress og kátur um hálf 8 leitið og fór í sturtu, fór síðan bara að borða morgunmat og tína til dótið sem ég ætlaði með. Síðan var Ísak mættur stundvíslega um 10 leitið og við brunuðum af stað. Í Varmahlíð var skipt um bíl og svo brunað suður. Ferðin gekk tíðindalaust fyrir sig nema hvað við ákvaðum að kíkja í heimsókn til Elvar sem var síðan nývaknaður þegar við bönkuðum uppá. Vorum þar í smástund og héldum síðan áfram för. Komum í bæinn þegar klukkan var á milli 3 og 4 og fórum þá beint að íbúðinni hans Péturs í bænum. Fengum við að heyra ýmsar sögur af ómenningunni á hestamannamótinu sem eru ekki hafandi eftir hér. Síðan fórum við Ísak og fengum okkur að borða og fórum á Subway. Þar sitjum við í mestu makindum að gæða okkur á kræsingum þegar maður kemur til okkar og segir \"má ég aðeins fá að tala við okkur strákar?\". Þó að Ísak segi að við séum að tala saman þá sest þessi maður niður og byrjar frásögn sína, hann fer að tala um einhvern mann sem plataði þennan gaur í meðferð til Tælands en þurfti að fara heim í jarðarför systur sinnar sem drekkti sér í einhverri á og skildi þennan gaur eftir í Tælandi. Síðan lenti hann í hjólastól og bla bla bla. Svo klikkti hann út með því að spyrja okkur hvort við ættum nokkuð 30 krónur handa honum til að kaupa sprittglas. Þá stendur Ísak upp og hendir ruslinu og ég klára matinn minn, segi nei við kallinn og hleyp út. Síðan förum við til Péturs og brunum á tónleikana. Erum komnir í röð um hálf 5 leytið og förum inn um klukkan 5. Síðan byrjar þetta, húsið fyllist af fólki og upphitunarhljómsveitirnar stíga á svið. Það kom töluvert niður á flutningi þeirra hvað söngurinn heyrðist illa en mér fannst nú Brainpolice vera betri þar sem ég hef aldrei verið neitt hrifinn af mínus. Þegar þessar hljómsveitir eru búnar líður góð stund áður en aðalbandið stígur á svið og var hitinn þarna inni orðinn óbærilegur. Þegar ég stend þarna er allt í einu gripið í mig og út úr þvögunni birtist hún Telma ásamt vinkonu sinni og slæst í hóp okkar strákanna. Á þeim tíma sem leið á milli upphitunarhljómsveitanna og Metallica jókst troðningur til mikilla muna og var ég á þeirri stundu þakklátur fyrir stærð mína. Síðan kom bandið á svið og allt varð vitlaust, þeir spiluðu af miklum móð og var ég snöggur að týna Ísaki og Pétri sökum þvögu. Þegar langt var liðið á tónleikan fór mér að líða verulega illa sökum vökvaskorts og hita svo ég ákvað að fara fram og fá mér ferskt loft og eitthvað að drekka. Þegar ég fór inn aftur var ekki séns að komast á sama stað og ég var á upprunalega sökum troðnings. Síðan þegar tónleikarnir voru búnir tíndist fólk út og var bolurinn minn orðinn rennandi blautur af svita og ég held að ég hafi aldrei svitnað jafn mikið á ævinni, Ísak var enþá að fá vatn úr bolnum sínum í þriðju vindingu. Síðan var haldið í næturstað eða staði öllu heldur. Ég gisti í íbúðinni hans Sigurgeirs og drakk flest drykkjarhæft í ískápnum hans. Eftir að hafa gefið Sigurgeir ´skýrslu um þetta fór ég að sofa.
Mánudagur:
Vaknaðu rétt tæplega hálf 12 og fór í sturtu og fór síðan að glápa á sjónvarpið. Síðan hringdi Ísak og spurði hvort ég vildi ekki koma með þeim í tívólíið við Smáralind. Ég ákvað að skella mér með þeim og prófuðum við nokkur tæki. Þar var t.d. parísarhjól, klessubílar og draugahús sem reyndist vera það ömurlegasta sem við höfðu komið í, reyndar var það svo ömurlegt að það var bara fyndið. Prófuðum nokkur tæki en aðalmistökin voru að fara í tæki þar sem sætin eru í nokkurskonar bollum sem snúast á öldóttu yfirborði sem snýst lík, Andrea, þú veist hvað ég er að tala um, (mannst þetta dæmi á Akureyri þegar við vorum lítil). Þetta var voða gaman í fyrstu en síðan fór þetta að snúast brjálæðislega hratt og ég fann hvernig flökurleikatilfinningin óx með hverri sekúndunni. Þegar við komu út var ég og Ísak orðnir náfölir og óglatt og ákváðum að hvíla okkur. Lágum fyrir í hálftíma og vorum þá orðnir nógu góðir til að fara einn rúnt í klessubílunum fyrir síðustu miðana okkar. Fórum síðan að ná í farangurinn okkar og fórum svo heim. Ferðin norður var nokkuð tíðindalaus og í varmahlíð var skipt um bíl og Pétur kvaddur. Svo kom ég heim til Stebba um klukkan 10 í kvöld og ákvað að gista hér í nótt. Held svo heim á leið á morgun og mæti til vinnu annað kvöld.
Jæja, ég læt þetta duga í bili, sveittar kveðjur af Króknum.
p.s. komið svo endilega með hugmyndir um nýja skoðannakönnun.
Laugardagur:
Fór strax eftir vinnu og tíndi til dótið mitt og henti því í bílinn, brunaði svo á Krókinn og kom til Stebba um 10 leitið um kvöldið. Tilkynnti Ísak að ég væri mættur á svæðið og lét hann mig vita um það að við yrðum bara tveir í bílnum á leiðinni suður þar sem Pétur ákvað að skella sér á landsmót hestamanna á Hellu, veiii. Horfði á Spiderman á Stöð 2 og fór síðan að sofa, og skellti mér á eina andvökunótt í leiðinni, var að sofna um 4 leitið.
Sunnudagur:
Vaknaði hress og kátur um hálf 8 leitið og fór í sturtu, fór síðan bara að borða morgunmat og tína til dótið sem ég ætlaði með. Síðan var Ísak mættur stundvíslega um 10 leitið og við brunuðum af stað. Í Varmahlíð var skipt um bíl og svo brunað suður. Ferðin gekk tíðindalaust fyrir sig nema hvað við ákvaðum að kíkja í heimsókn til Elvar sem var síðan nývaknaður þegar við bönkuðum uppá. Vorum þar í smástund og héldum síðan áfram för. Komum í bæinn þegar klukkan var á milli 3 og 4 og fórum þá beint að íbúðinni hans Péturs í bænum. Fengum við að heyra ýmsar sögur af ómenningunni á hestamannamótinu sem eru ekki hafandi eftir hér. Síðan fórum við Ísak og fengum okkur að borða og fórum á Subway. Þar sitjum við í mestu makindum að gæða okkur á kræsingum þegar maður kemur til okkar og segir \"má ég aðeins fá að tala við okkur strákar?\". Þó að Ísak segi að við séum að tala saman þá sest þessi maður niður og byrjar frásögn sína, hann fer að tala um einhvern mann sem plataði þennan gaur í meðferð til Tælands en þurfti að fara heim í jarðarför systur sinnar sem drekkti sér í einhverri á og skildi þennan gaur eftir í Tælandi. Síðan lenti hann í hjólastól og bla bla bla. Svo klikkti hann út með því að spyrja okkur hvort við ættum nokkuð 30 krónur handa honum til að kaupa sprittglas. Þá stendur Ísak upp og hendir ruslinu og ég klára matinn minn, segi nei við kallinn og hleyp út. Síðan förum við til Péturs og brunum á tónleikana. Erum komnir í röð um hálf 5 leytið og förum inn um klukkan 5. Síðan byrjar þetta, húsið fyllist af fólki og upphitunarhljómsveitirnar stíga á svið. Það kom töluvert niður á flutningi þeirra hvað söngurinn heyrðist illa en mér fannst nú Brainpolice vera betri þar sem ég hef aldrei verið neitt hrifinn af mínus. Þegar þessar hljómsveitir eru búnar líður góð stund áður en aðalbandið stígur á svið og var hitinn þarna inni orðinn óbærilegur. Þegar ég stend þarna er allt í einu gripið í mig og út úr þvögunni birtist hún Telma ásamt vinkonu sinni og slæst í hóp okkar strákanna. Á þeim tíma sem leið á milli upphitunarhljómsveitanna og Metallica jókst troðningur til mikilla muna og var ég á þeirri stundu þakklátur fyrir stærð mína. Síðan kom bandið á svið og allt varð vitlaust, þeir spiluðu af miklum móð og var ég snöggur að týna Ísaki og Pétri sökum þvögu. Þegar langt var liðið á tónleikan fór mér að líða verulega illa sökum vökvaskorts og hita svo ég ákvað að fara fram og fá mér ferskt loft og eitthvað að drekka. Þegar ég fór inn aftur var ekki séns að komast á sama stað og ég var á upprunalega sökum troðnings. Síðan þegar tónleikarnir voru búnir tíndist fólk út og var bolurinn minn orðinn rennandi blautur af svita og ég held að ég hafi aldrei svitnað jafn mikið á ævinni, Ísak var enþá að fá vatn úr bolnum sínum í þriðju vindingu. Síðan var haldið í næturstað eða staði öllu heldur. Ég gisti í íbúðinni hans Sigurgeirs og drakk flest drykkjarhæft í ískápnum hans. Eftir að hafa gefið Sigurgeir ´skýrslu um þetta fór ég að sofa.
Mánudagur:
Vaknaðu rétt tæplega hálf 12 og fór í sturtu og fór síðan að glápa á sjónvarpið. Síðan hringdi Ísak og spurði hvort ég vildi ekki koma með þeim í tívólíið við Smáralind. Ég ákvað að skella mér með þeim og prófuðum við nokkur tæki. Þar var t.d. parísarhjól, klessubílar og draugahús sem reyndist vera það ömurlegasta sem við höfðu komið í, reyndar var það svo ömurlegt að það var bara fyndið. Prófuðum nokkur tæki en aðalmistökin voru að fara í tæki þar sem sætin eru í nokkurskonar bollum sem snúast á öldóttu yfirborði sem snýst lík, Andrea, þú veist hvað ég er að tala um, (mannst þetta dæmi á Akureyri þegar við vorum lítil). Þetta var voða gaman í fyrstu en síðan fór þetta að snúast brjálæðislega hratt og ég fann hvernig flökurleikatilfinningin óx með hverri sekúndunni. Þegar við komu út var ég og Ísak orðnir náfölir og óglatt og ákváðum að hvíla okkur. Lágum fyrir í hálftíma og vorum þá orðnir nógu góðir til að fara einn rúnt í klessubílunum fyrir síðustu miðana okkar. Fórum síðan að ná í farangurinn okkar og fórum svo heim. Ferðin norður var nokkuð tíðindalaus og í varmahlíð var skipt um bíl og Pétur kvaddur. Svo kom ég heim til Stebba um klukkan 10 í kvöld og ákvað að gista hér í nótt. Held svo heim á leið á morgun og mæti til vinnu annað kvöld.
Jæja, ég læt þetta duga í bili, sveittar kveðjur af Króknum.
p.s. komið svo endilega með hugmyndir um nýja skoðannakönnun.
<< Heim