Seinni dagvakt
Þá er komið að því, ég sit hér nýmættur á mína síðustu vakt áður en ég held suður á bóginn í átt til höfuðborgarinnar á þessa blessuðu tónleika. En það má segja að gærdagurinn hafi ekki verið neinn dans á rósum hjá mér. Það byrjaði þannig að ég átti að mæta klukkan hálf 6 um morgunin og þurfti ég því að vakna klukkan 5, hins vegar var það svo að ég var rétt sofnaður þegar vekjarklukkan hringdi og var það eftirköst af þessari 17 tíma vakt minni tveim dögum fyrr. Ekki nóg með það að ég hafi þurft að vinna morgunvaktina þá þurfti ég líka að vinna dagvaktina og var því ekki laus fyrr en hálf 8 í gærkvöldi en þá var ég kominn með rosalegan hausverk og hélt ég að ég væri bara að deyja. Þegar þessi vinnudagur var loks búinn fór maður niður í þorp og skrapp síðan í búðina til þess að kaupa eitthvað að éta og kom ég metallica miðanum sem ég keypti fyrir þröst til hans en þeir félagar voru einmitt á leiðinni suður. Þar hitti ég Svein Daníel í fyrsta skipti í langan tíma og var hann en við sama heygarðshornið í matarmálum, var að borða vellyktandi harðfisk og fann ég lyktina langar leiðir, ég er mest hissa á að Arnar hafi leyft honum að éta þetta inni í bíl. Síðan fór ég heim, borðaði matinn minn og skreið upp í rúm þegar klukkan var langt gengin í 9 og sofnaði og er ekki lengra en 1 og hálfur tími síðan ég vaknaði. jæja, það er best að hætta þessu, vinnan bíður, ég er farinn.
<< Heim