Er hægt að hafa svo lítið að gera að það er beinlínis leiðinlegt?
Hér er smá pæling, er hægt að hafa svo lítið að gera að það verði ömurlega leiðinlegt, svarið við þessu er tvímælalaust já. Því hef ég komist að eftir að hafa setið eina og hálfa vakt hér í blauta. Já, ég er ekki lengur í pökkun heldur var ég settur í blauta þar sem ég fylgist með dælingunni á drullunni sem kemur neðan frá vatni. Á sama tíma og ég skipti yfir í blauta var framleiðslan stöðvuð og allir fastastarfsmenn sendir í sumarfrí. Það þýðir það að ég sit hér aleinn uppi í verksmiðju og ekki manneskja á ferli, önnur en ég. Það verður gaman að vera hér á næturvöktum í ágúst þegar fer að vera dimmt á nóttunni og maður er að labba hér um svæðið. Allavega þá komst ég að því eftir þessa einu og hálfu vakt að það að hafa allt of lítið að gera getur verið ótrúlega leiðinlegt.
En eins og fólk hefur kannski tekið eftir þá hefur verið rosalega gott veður alla þessa viku, allavega hér á norðurlandi, en ég hef hins vegar verið að vinna á næturvöktum alla þessa viku og hef sofið langt fram yfir hádegi, er síðan að fara í frí á morgun. Þá átti nú aldeilis að njóta góða veðursins en nei, því að í dag heyrði ég mér til mikillar ánægju að það ætti að fara að kólna á morgun0. Lýsandi dæmi um gæfu mína.
En það er best að hætta þessu í bili, verð að sinna vinnuni, farinn.
En eins og fólk hefur kannski tekið eftir þá hefur verið rosalega gott veður alla þessa viku, allavega hér á norðurlandi, en ég hef hins vegar verið að vinna á næturvöktum alla þessa viku og hef sofið langt fram yfir hádegi, er síðan að fara í frí á morgun. Þá átti nú aldeilis að njóta góða veðursins en nei, því að í dag heyrði ég mér til mikillar ánægju að það ætti að fara að kólna á morgun0. Lýsandi dæmi um gæfu mína.
En það er best að hætta þessu í bili, verð að sinna vinnuni, farinn.
<< Heim