08 ágúst, 2004

Fiskidagur...zzz...vinna

Einn sit ég og sauma,
inní litlu húsi,
enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.

Þett kvæð á ótrúlega vel við það sem ég er að gera núna nema að ég er ekki að sauma, húsið sem ég sit inní er risastórt og ekki einu sinni músin lætur sjá sig. Þess vegna ákvað ég í leiðindum mínum að rita hér nokkur orð. Undanfarin vika er nú að mestu búin að fara í vinnu en hinsvegar þá skellti ég mér á fiskidaginn mikla á Dalvíkí gærdag, var ég samferða mömmu og Stebba og vorum við að rölta um svæðið og borðuðum frítt. Ég ákvað að hætta mér í það að smakka súpuna sem fólk í Afríku gerir úr fiskhausunum sem við pröngum inn á það og var hún ekkert spes, minnti mig á humarsúpu sem ég eldaði úr pakka fyrir mörgum árum og sá eftir að ég smakkaði á henni að hún var komin tvö ár framyfir síðasta söludag. Allavega þessi súpa sem ég smakkaði á Dalvík var ekkert sérstaklega góð. Annars var maturinn þarna mjög góður og ekki spillti fyrir að hægt var að fá ókeypis ís á eftir. Við hittum þarna Hjördísi dóttur hans Stefáns og fjölskylduna hennar og röltum við þarna um svæðið og ákváðum svo að kíkja á byggðasafnið þar sem er einmitt sérherbergi tileinkað jóhanni risa. Þar var fólki boðið að máta skóna hans og komst ég ofaní þá án þess að fara úr mínum skóm fyrst (og ég sem hélt að mínir fætur væru stórir). Síðan þurfti ég að æða hingað í vinnuna og er búin að sitja hér í alla nótt og þarf að sitja til hálf 6. Annars þarf ég að skella mér suður undir lok vikunnar til þess að taka þessi skollans upptökupróf og er maður að reyna að krafla sig í gegnum þessa doðranta sem þarf að lesa fyrir þau. Síðan byrjar skólinn hjá manni ekki fyrr en 6. sept. og verð ég því að vinna þangað til.

Held ég hafi þetta ekki lengra í bili, ætla að halda áfram að láta mér leiðas, góða nótt.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page