28 ágúst, 2004

pz... dansþáttur þjóðarinnar

Já, það er ekki gaman að vera á stað þar sem eru bara tvær útvarpsstöðvar í loftinu og ekki skánar það þegar þátturin party zone er á dagskrá rásar 2, þáttur sem spilar heilaskemmandi raftónlist og rás 1 er varla til umræðu, þannig að maður verður að þrauka fram til klukkan 10 þegar farið verður að spila tónlist.

En það mætti halda það varðandi síðustu nótt að það hafi verið síðasta vaktin mín hérna því að allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Það rifnuðu 6 pokar og það dreifðust svona 50 kg af gúr yfir allt færibandið og það var hálftíma verk fyrir tvær manneskjur að ryksuga það upp. Síðan ákvað ein vélin að skjóta úr sér efni án þess að það væri poki á stútnum og mér rétt tókst að loka hurðinn áður en allt fór út um allt. Hins vegar vildi ekki betur til en svo að skráin á hurðinni fylltist af efni og var föst. Það tókst þó að opna hana að lokum. Síðan kom það fyrir að ég slökkti á vélunum með neyðarrofa útaf því ég þurfti að fara inn á bandið en þá sló allri vélasamstæðunni út og það þurfti að kalla á rafvirkja til að laga það. Síðan var ég næstum búinn að bakka á sódapokana sem standa hér úti í skemmu og loks reif ég skálmin á gallanum mínum og var heppinn að fótbrjóta mig ekki þegar ég steig fram af færibandinu og var næstum dottin í gólfið.

Það rifjaðist upp fyrir mér í tilefni af því að MA-ingar eru að fara í útskriftarferð sína til Krítar á hinndaginn að í fyrramálið eru liðin nákvæmlega 2 ár síðan ég fór í mína og hefur þetta vakið upp mikla nostalgíu í huga mínum, ef maður gæti nú endurtekið þá snilld sem sú ferð var.

En það er best að hætta þessu kjaftæði, maður verður að vinna fyir kaupinu sínu.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page