Fyrsta vikan liðin...
Jæjal, þá er fyrsta vikan í Reykjavík liðin og hefur ýmislegt gerst á þeim tíma. Flaug suður síðasta sunnudag og var sóttur á völlinn af mömmu og Stebba sem voru í bænum og var Mæja móðursystir með þeim. Stefnan var tekin í Kringluna þar sem mamm þurfti að koma við í einhverri verslun en Stebbi var svo óheppinn að lenda aftan á bíl framan við Kringluna og beyglaðist stuðarinn svoldið hjá honum.
Síðan var haldið upp í gettó þar sem ég henti dótinu mínu inn í herbergi og eftir svolitla dvöl í íbúðinni var haldið í Kópavoginn í kvöldmat til afa. Á mánudeginum byrjaði svo alvaran og ég mætti í skólan stundvíslega klukkan 13:00. Ég verð að segja að mér líst vel á þessi fög sem ég skráði mig í, gallinn á þeim er bara sá að það er hrottalega mikið að lesa þannig að mitt annað heimilisfang í vetur verðu þjóðarbókhlaðan.
Það helsta sem ég gerði í þessari viku var meðal annars heimsókn í íbúðina hans Ísaks á görðunum, fín íbúð, svoldið lítil en alveg nóg fyrir eina manneskju, tengdi ferðatölvuna hans Sigurgeirs við HÍ-netið og komst að því mér til mikillar mæðu að batteríið í henni er ónýtt og svo eyddi ég 20.000 kr. í bækur í bóksölunni og svo á ég eftir að kaupa ljósrituð hefti fyrir 10.000 kr. í viðbót.
Held ég hætti þessu í bili, farinn.
Síðan var haldið upp í gettó þar sem ég henti dótinu mínu inn í herbergi og eftir svolitla dvöl í íbúðinni var haldið í Kópavoginn í kvöldmat til afa. Á mánudeginum byrjaði svo alvaran og ég mætti í skólan stundvíslega klukkan 13:00. Ég verð að segja að mér líst vel á þessi fög sem ég skráði mig í, gallinn á þeim er bara sá að það er hrottalega mikið að lesa þannig að mitt annað heimilisfang í vetur verðu þjóðarbókhlaðan.
Það helsta sem ég gerði í þessari viku var meðal annars heimsókn í íbúðina hans Ísaks á görðunum, fín íbúð, svoldið lítil en alveg nóg fyrir eina manneskju, tengdi ferðatölvuna hans Sigurgeirs við HÍ-netið og komst að því mér til mikillar mæðu að batteríið í henni er ónýtt og svo eyddi ég 20.000 kr. í bækur í bóksölunni og svo á ég eftir að kaupa ljósrituð hefti fyrir 10.000 kr. í viðbót.
Held ég hætti þessu í bili, farinn.
<< Heim