02 september, 2004

Vinnan að verða búin

Gleymdi að minnast á það í fyrradag að ég skellti mér á Krókinn, var einmitt þar þegar færslan frá því í fyrradag var skrifuð. Ég fór til Akureyrar í fyrradag og keypti mér ný framdekk undir bílinn, var búinn að trassa það allt of lengi, var enþá á varadekkinu síðan það sprakk um daginn. Fór síðan með bílinn í skoðunn og fékk grænan miða samkvæmt venjunni, þarf að skipta um framrúðu, laga miðbeltið í aftursætinu og skipta um höggdeyfa að aftan 0

Eftir þetta fór ég í klippingu og ákvað eftir það að skella mér á krókinn og var því brunað þangað. Síðan var maður bara í rólegheitum þar, gisti síðan um nóttina en ætlaði aldrei að geta sofnað, það stafar eflaust af þessum fjórum næturvöktum sem ég tók í röð um síðustu helgi. Síðan sofnaði ég fljótlega eftir að ég heyrði klukkuna slá 5 að morgni. Gærdagurinn var síðan hálf ónýtur hjá manni sökum þreytu. Síðdegis í gær fórum við út í vörumiðlun á króknum og náðum í tvö reiðhjól sem Sigurgeir keypti fyrir mömmu of Stefán, þau ákváðu síðan að prófa gripina og hjóluðu heim. Síðan brunaði ég heim í gærkvöldi og var alveg frábært veður í Skagafirði en um leið og ég kom upp á Öxnadalsheiði byrjaði að rigna og lenti ég síðan í svartaþoku í Bakkaselsbrekkunni og efst í Öxnadal. Síðan var svoleiðis mígandi rigning alla leiðina heim og var ég feginn að vera kominn á ný framdekk. Þar sem ég var að keyra heim seint í gærkvöldi þá lenti ég óumflyjanlega í myrkri og var ótrúlega mikið um hálfvita sem keyrðu á eftir manni og með háa geislan á þannig að maður sá ekki neitt, síðan er ég svo hefnigjarn að ég skellti háageislanum á einn þegar hann fór fram úr mér 0

En núna sit ég hérna í vinnunni og er að klára hana þetta árið, síðasta vaktin annað kvöld, núna er allt stopp hjá manni og voða nice. Held ég segi þetta gott í bili, farinn.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page