Próf, niðurstöður þeirra og aðrar slæmar fréttir
Var að fá út úr prófunum í dag, fékk 8,5 í Mannskynssögu I og mikil gleði útaf því en síðan kom Mannkynssaga II, það var ekki alveg eins gott, ég semsagt féll aftur í henni. Nú er ég ekkert smá að svekkja mig á því að það var 20% spurning á prófinu sem ég gat ekkert í, hver veit hvað hefði gerst hefði ég getað svarað henni. En það þýðir ekki að fást um það núna. En skólinn byrjar síðan á mánudaginn og er maður bara að undirbúa sig undir það, fer að pakka niður og svona og svo hætti ég í vinnunni á laugardagsmorgun.
En ég nenni ekki að skrifa meira núna, ætla að fara og berja sjálfan mig utanundir fyrir þá heimsku að falla í þessu prófi.
En ég nenni ekki að skrifa meira núna, ætla að fara og berja sjálfan mig utanundir fyrir þá heimsku að falla í þessu prófi.
<< Heim