19 september, 2004

Helv... hnakkurinn

Hérna sit ég á laugardagskvöldi, nóttu öllu heldur og er ekki í stuði til að gera neitt. Í dag prófaði ég nýja hjólið mitt og fór með sigurgeir bróður í smá túr. Þessi túr varð síðan 25 km. langur og var meðal annars farið í Nauthólsvík og miðbæinn. Í þessum túr komst ég að því að ég þyrfti nýjan hnakk á hjólið því þegar á leið fór hnakkurinn að skerast upp í, ja hvað get ég sagt, mitt allra heilagasta og núna er mér illt á ýmsum furðulegum stöðum, allt útaf helv... hnakknum.
Annars gerðist það að fartölvubatteríið fór, öllum að óvörum að virka aftur en það hefur hinsvegar mun skemmri endingartíma. Fór niður í bæ í gærkvöldi, var driver fyrir Sigurgeir. Hann kíkti á Gaukinn og ég var bara að rúnta um. Þegar klukkan var rúmlega 4 ætlaði ég að fara að koma mér heim en ákveð að taka einn hring í viðbót. Ég sé einhverja stelpu sem stendur á götuhorni og er að húkka far. Bíllinn á undan mér stoppar en hún ákveður að sleppa því að fara með þeim og gengur til mín. Þá kom í ljós að hún var að húkka sér far heim og var tilbúin að borga fyrir. Ég slæ til og skutla henni suður í Hafnarfjörð, þar hleypi ég henni úr og keyri heim á leið en teks næstum því að villast einhvern fjandann á bakaleiðinni en tekst þó að komast heim fyrir rest.
Ég held ég segi þetta gott í bili, ég er orðinn ansi syfjaður eftir daginn, takk fyrir mig í bili og góða nótt.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page